Leikskólar fyrir börnin Birgir Smári Ársælsson skrifar 29. október 2021 08:01 Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar