Leikskólar fyrir börnin Birgir Smári Ársælsson skrifar 29. október 2021 08:01 Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun