Eitt fyrir mig og annað fyrir þig – Kjarasamningar og verðbólga Haukur V. Alfreðsson skrifar 19. október 2021 07:30 Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun