Aðgerðir gegn kulnun og streitu hjá kennurum – strax! Magnús Þór Jónsson skrifar 17. október 2021 12:00 Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á einni málstofu Menntakviku Háskóla Íslands var farið yfir rannsókn á algengi vinnutengdar streitu meðal leik- og grunnskólakennara og rannsókn á kulnun meðal grunnskólakennara á tímum Covid. Niðurstöður beggja rannsókna eru sláandi. Þær segja okkur m.a. að ríflega helmingu beggja starfsstétta voru yfir streituviðmiðum! Þegar við skoðum svo kulnunarrannsóknina þá sýnir hún að 23,6% grunnskólakennara eru með kulnunareinkenni sem þeir ættu að gera eitthvað í og 3,6% með það sterk einkenni að leita ættu sér tafarlaust hjálpar. Stundum segja prósentur ekki allt, meðlimir Félags Grunnskólakennara eru um 5400 talsins, af þeim eru í Reykjavík um 1630 kennarar. Yfirfærum hlutföllin í tölur og við erum að tala um að 1416 grunnskólakennara á landsvísu séu með einkenni kulnunar, sem er næstum tala allra kennara Reykjavíkur! Á sama hátt finnum við út að 214 verði að leita sér tafarlaust hjálpar vegna kulnunar. Niðurstöðurnar eru sláandi en það er hreint ekkert nóg að lesa um þær eða yfirfæra hlutföll í tölur. Hér eru á ferð atriði sem við sem samfélag VERÐUM að taka alvarlega og koma saman að því að breyta. Ég hef áður skrifað að líðan nemenda á öllum skólastigum er lykill að öllu námi og það er að sjálfsögðu mikilvægast að kennarinn sem leiðir námið búi við starfsaðstæður þar sem honum líður vel. Það þarf að skoða hvað það er sem veldur streitunni sem svo leiðir af sér kulnun í starfi, þar þarf auðvitað fyrst og síðast og heyra í kennurunum sjálfum því þannig náum við árangri. Við sem forráðamenn og samfélag þurfum líka að hugsa um það hvaða stuðning við leggjum fram til öflugs skólastarfs, hvernig við vinnum með kennurum að árangursríku námi barna okkar í uppbyggilegu samstarfi. Það er mjög mikilvægt að kennaraforystan komi að öllum þeim viðbrögðum sem verða byggð á niðurstöðum umræddra rannsókna. Þau viðbrögð verða að fela í sér aðgerðir nú þegar, fundir og starfshópar eru ekki svarið núna heldur finna leiðir til að byrgja brunn streitu áður en til kulnunar kemur. Þar þarf að koma til kynning á einkennum streitu til allra kennara og svo þarf að bjóða upp á virka handleiðslu til þeirra sem upplifa þau einkenni og viðtalsmeðferð um leið og halla fer undan fæti. Það skiptir öllu máli að bregðast við áður en kulnun er orðin staðreynd hjá einstaklingi! Streita tengist starfsumhverfi kennarans, við eigum ekkert að fela það og þessar rannsóknir verða því líka að koma á umræðu innan allra skóla. Hver skóli ber ábyrgð á sínu starfsumhverfi og það eru gríðarlega ólíkar aðstæður uppi í íslenskum skólum. Nútímasamfélagið hefur á undanförnum árum litið á sveigjanleika í störfum og styttingu vinnuvikunnar sem mikilvæga þætti fyrir líðan starfsfólks og stóra breytu fyrir starfsánægju. Það sama gildir um starf kennarans auðvitað og það verður að horfa til þessara þátta í starfi kennarans sem leið til aukinnar starfsánægju og bættrar líðanar. Viðbrögð við sláandi upplýsingum eins og þessum mega ekki bara verða til þess að skrifa fréttir um stöðuna, hér er upphafsreitur fyrir vinnu sem að bætir stöðuna, heill skólakerfisins okkar er í húfi! Höfundur er skólastjóri og í framboði til formanns Kennarasambands Íslands
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun