Hærri lágmarkslaun þýða ekki færri störf Drífa Snædal skrifar 15. október 2021 11:30 Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni voru nóbelsverðlaunin í hagfræði afhent þremur hagfræðingum sem hafa í rannsóknum sínum sýnt fram á að hækkun lágmarkslauna leiðir ekki sjálfkrafa til færri starfa. Kenningar meginstraumshagfræðinnar hafa byggt á þeirri hugmynd að betrumbætur á stöðu láglaunafólks og þeirra sem þurfa á tryggingakerfum að halda muni koma í bakið á þessum sömu hópum og hafa slæmar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild sinni. Rannsóknir þremenninganna sýna fram á að svo er ekki og hafa þær nú hlotið æðstu viðurkenningu hagfræðinnar. Sérstaklega má nefna David Card sem hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á vinnumarkaðnum. Í rökstuðningi nefndarinnar er fjallað um tímamótarannsókn hans og Alan B. Krueger á áhrifum hækkunar lágmarkslauna og rannsókn hans á áhrifum fjölgunar aðflutts fólks á vinnumarkaðinn. Þar er staðfesting á því sem verkalýðshreyfingin hefur löngum haldið fram; að hækkun lágmarkslauna þýðir ekki endilega færri störf heldur styður slík hækkun við hagkerfið í heild. Sömuleiðis sýna rannsóknir að þau sem fyrir eru á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi fólk sem elst upp í viðkomandi landi, geta haft hag af því að fleiri flytji til landsins og taki þátt á vinnumarkaðnum. Þessi lífseiga hugmynd um að útlendingar „steli störfum“ og leiði til atvinnuleysis og lægri launa á því ekki við rök að styðjast. Hér á landi getum við staðfest að þetta sé raunin. Að auki hefur Card rannsakað áhrif skólagöngu á stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og komist að raun um góður aðbúnaður og góð kennsla eru afar stórir áhrifavaldar á framtíðarmöguleika fólks á vinnumarkaði. Þetta er einnig staðfest í kringum okkur þar sem stór og öflug, opinber menntakerfi þar sem allir hafa jafna möguleika leiða til meiri hagsældar og betri almennra lífsgæða en önnur menntakerfi. Það sem vekur líka athygli við þessa verðlaunaútnefningu er að hún boðar vonandi nýja tíma í hagfræði enda er verið að skora ýmislegt sem við höfum litið á sem náttúrulögmál á hólm þessa dagana. Þar má nefna hvað hefur áhrif á verðbólgu, samspil launa og verðbólgu, eðli ríkisfjármála og hvernig má beita þeim í kreppum og svo mætti lengi telja. Það vekur því athygli að í sömu viku bárust einnig kunnugleg viðvörunarorð úr Seðlabankanum, sem varar líkt og oft áður við launahækkunum. Hins vegar mælist engin sérstök launadrifin verðbólga, heldur er verðbólga há sökum þess að húsnæðisverð hefur fengið að hækka í hæstu hæðir og of seint hefur verið brugðist við þróuninni. Þessi ákvörðun nóbelsverðlaunaakademíunnar er vonandi liður í því að vinda ofan af löngu úreltum hugmyndum um nauðsyn þess að halda launum niðri. Þær hugmyndir hafa reynst skaðlegar um heim allan og kostað milljónir lífsviðurværið og dregið úr lífsgæðum þorra almennings. Þessar hugmyndir lifa víða góðu lífi hér á landi í dag því miður, en nú er kominn tími á uppfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun