Grænar hindranir Svavar Halldórsson skrifar 15. október 2021 07:00 Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar