Sköpum öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk Haukur Valtýsson og Jóhann Steinar Ingimundarson skrifa 12. október 2021 09:30 Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Íþróttir barna Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar