Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu Högni Elfar Gylfason skrifar 25. september 2021 09:31 Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðvesturkjördæmi Högni Elfar Gylfason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun