Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu Högni Elfar Gylfason skrifar 25. september 2021 09:31 Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðvesturkjördæmi Högni Elfar Gylfason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar