Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið Andrés Ingi Jónsson skrifar 25. september 2021 09:00 „Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
„Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun