Þetta er hægt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. september 2021 11:16 Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar