Sósíalistar kríta liðugt Hörður Filippusson skrifar 24. september 2021 08:01 Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun