Ert þú með lægri laun en þingmaður? Björn Leví Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:02 Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skattar og tollar Efnahagsmál Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun