Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 08:44 Jonas Gahr Støre reynir nú að mynda meirihlutastjórn með sósíalistum og Miðflokki. Takist það ekki gæti hann þurft að klambra saman minnihlutastjórn. Vísir/EPA Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna. Ríkisstjórn Ernu Solberg féll í þingkosningunum í Noregi fyrr í þessum mánuði. Verkamannaflokkurinn, Vinstri sósíalistar og Miðflokkurinn unnu meirihluta þingsæta. Fastlega er búist við því að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Gahr Støre hefur fundað með Trygve Slagsvold Vedum, leiðtoga Miðflokksins, og Auðun Lysbakken, leiðtoga sósíalista, hvorum í sínum lagi síðustu vikuna en í dag funda þeir allir saman í fyrsta skipti svo vitað sé, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum skýrt umboð til breytinga úr kosningunum og við ætlum að ræða hvernig við getum látið þær breytingar verða. Ég er mjög bjartsýnn á það,“ sagði Gahr Støre við fréttamenn. Leiðtogarnir eru sagðir ætla að ræða hvort tilefni sé til að hefja ítarlegri viðræður í næstu viku eða hvort að Gahr Støre þurfi mögulega að mynda minnihlutastjórn. Ýmis ágreiningsmál eru á milli flokkanna. Loftslagsmál og olíuframleiðsla Norðmanna voru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Sósíalistar vilja hætta leit að nýjum olíulindum á norsku hafsvæði en bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn eru andsnúnir því. Síðarnefndu flokkarnir óttast atvinnumissi þegar fjarar undan olíuiðnaðinum og vilja heldur að ríkið ýti undir að verkfræðiþekking úr olíuvinnslu nýtist við framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Um fjörutíu prósent af útflutningstekjum Noregs koma frá útflutningi á olíu og gasi. Norðmenn framleiða nú um fjórar milljónir tunnur á dag en búist er við því að framleiðslan byrji að dragast saman eftir 2030. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Ríkisstjórn Ernu Solberg féll í þingkosningunum í Noregi fyrr í þessum mánuði. Verkamannaflokkurinn, Vinstri sósíalistar og Miðflokkurinn unnu meirihluta þingsæta. Fastlega er búist við því að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Gahr Støre hefur fundað með Trygve Slagsvold Vedum, leiðtoga Miðflokksins, og Auðun Lysbakken, leiðtoga sósíalista, hvorum í sínum lagi síðustu vikuna en í dag funda þeir allir saman í fyrsta skipti svo vitað sé, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum skýrt umboð til breytinga úr kosningunum og við ætlum að ræða hvernig við getum látið þær breytingar verða. Ég er mjög bjartsýnn á það,“ sagði Gahr Støre við fréttamenn. Leiðtogarnir eru sagðir ætla að ræða hvort tilefni sé til að hefja ítarlegri viðræður í næstu viku eða hvort að Gahr Støre þurfi mögulega að mynda minnihlutastjórn. Ýmis ágreiningsmál eru á milli flokkanna. Loftslagsmál og olíuframleiðsla Norðmanna voru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Sósíalistar vilja hætta leit að nýjum olíulindum á norsku hafsvæði en bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn eru andsnúnir því. Síðarnefndu flokkarnir óttast atvinnumissi þegar fjarar undan olíuiðnaðinum og vilja heldur að ríkið ýti undir að verkfræðiþekking úr olíuvinnslu nýtist við framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Um fjörutíu prósent af útflutningstekjum Noregs koma frá útflutningi á olíu og gasi. Norðmenn framleiða nú um fjórar milljónir tunnur á dag en búist er við því að framleiðslan byrji að dragast saman eftir 2030.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira