Laxeldisiðnaðurinn beitir sefjun fyrir kosningar Elvar Örn Friðriksson skrifar 22. september 2021 11:46 Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fiskeldi Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun