Laxeldisiðnaðurinn beitir sefjun fyrir kosningar Elvar Örn Friðriksson skrifar 22. september 2021 11:46 Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fiskeldi Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar