Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir skrifar 21. september 2021 08:01 Það er ekki hægt að setja bara stanslaust meira fé í heilbrigðiskerfið segja ráðherrar. Það er alveg rétt enda ætlum við ekki bara að setja meira fé heldur gera ýmislegt annað til að hjúkra lösnu heilbrigðiskerfi. En við verðum líka að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið, því að við erum algjörir eftirbátar nágrannaríkja í fjármögnun þessarar grunnstoðar samfélagsins. Fyrir Covid-árið mikla var hlutfall fjármagns í heilbrigðiskerfið 8.3% af vergri landsframleiðslu samanborið við 10 til 11% á Norðurlöndum. Þessi mikli munur bitnar bæði á sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki hér á landi. Við þurfum að horfa til framtíðar, fjárfesta í góðri heilsu með auknu fjárframlagi því að það mun margborga sig þegar til lengri tíma er litið. Þjóðarsátt um fjármögnun heilbrigðiskerfis Fyrir fimm árum safnaði Kári Stefánsson nærri 90 þúsund undirskriftum fyrir átaki í þágu heilbrigðiskerfisins. Síðan eru liðnar tvennar kosningar og flokkarnir lofuðu því að farið yrði í stórátak. Þetta var grundvöllur stjórnarsamstarfs VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar en nú í lok kjörtímabilsins blasir við að gera þarf miklu betur en stjórnarflokkar treysta sér til og virðist sem ósætti þeirra á milli um fjármögnun og leiðirnar sé að koma í veg fyrir uppbyggingu grunnþjónustunnar. Við verðum að hafna kreddum í þessum málum, hvort sem er kreddum um að eingöngu hið opinbera geti sinnt allri heilbrigðisþjónustu eða að einkavæðing heilbrigðiskerfisins muni allt leysa. Stjórnarflokkarnir skila auðu varðandi framhaldið. Vinstri græn segjast hafa gert svo margt á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og skera niður og Framsóknarflokkurinn segir fátt en telur líklega best að kjósa framsókn. Heildræn sýn óskast Þegar ríkisstjórnin tekur ákvörðun um að fyrirskipa samdrátt hjá heilbrigðisstofnunum hringinn í kringum landið gerist það eitt að einstaka þjónusta er lögð niður og sjúklingar, sem áður gátu fengið þjónustu heima í héraði, þurfa að sækja hana á Landspítala. Landspítali, sem þjóðarsjúkrahús, getur ekki neitað að taka við sjúklingum og því lengjast biðlistar þar jafnt og þétt. Þegar ríkisstjórnin tekur ákvörðun um að semja ekki við rekstraraðila hjúkrunarheimila um nauðsynlega fjölgun hjúkrunarplássa sem standa til boða, þá bíða að jafnaði 130 einstaklingar með færni- og heilsumat á Landspítalanum. Slík bið á Landspítala er umtalsvert dýrari fyrir ríkissjóð en dvöl á hjúkrunarheimili og tefur fyrir annarri nauðsynlegri þjónustu við sjúklinga á Landspítala. Alþingi samþykkti í desember sl. að setja 1.4 milljarða í málaflokkinn svo hægt væri að fjölga hjúkrunarrýmum um amk 100. Rekstraraðilar höfðu þá boðið fram allt að 230 ný rými en því miður hefur enn ekki verið samið um eitt einasta rými. Á meðan bíður eldra fólk, sem á rétt á umönnun við hæfi, á hátæknisjúkrahúsi í stað hjúkrunarheimilis og aðrir sjúklingar komast ekki að í aðgerðir. Geðheilbrigðismál Geðheilbrigðisþjónusta mætir því miður afgangi hjá stjórnvöldum. Húsnæði geðsviðs Landspítala við Hringbraut, á Kleppi og við Sjúkrahúsið á Akureyri er hneisa fyrir íslenskt samfélag. Við í Samfylkingunni lögðum fram þingsályktun á kjörtímabilinu um að farið yrði strax í undirbúning byggingar nýrra geðdeilda, því að þetta olnbogabarn íslensks heilbrigðiskerfis er hýst í óboðlegu húsnæði sem beinlínis er að hamla bata sjúklinga eins og fjallað hefur verið um í fréttum ríkissjónvarps að undanförnu. Húsnæðið lekur, það býður ekki upp á nauðsynlega útiveru sjúklinga og er óhentugt á margan annan hátt fyrir þennan sjúklingahóp. Biðlistar eftir geðheilbrigðisþjónustu eru sömuleiðis skaðlegir börnum, ungmennum og fullorðnum. Ríkisstjórn vill ekki fjármagna samþykkt Alþingis um að sálfræðiþjónusta verði sett inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands þannig að sú nauðsynlega grunnþjónusta verði niðurgreidd úr okkar sameiginlegu sjóðum. Afleiðingin er að efnameira fólk getur sótt þjónustuna fyrir sig og börn sín en þeir efnaminni ekki enda kostar viðtalstíminn á bilinu 15 – 20 þúsund krónur. Þetta er reyndar það alvarlegt að 80% öryrkja og rúmlega 50% atvinnuleitenda neita sér um heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu vegna kostnaðar sjúklinga við nauðsynlega þjónustu. Við verðum að gera betur. Betra skipulag er nauðsynlegt Það er ekki bara aukið fjármagn sem þarf í rekstur heilbrigðiskerfisins heldur líka heildaryfirsýn og sveigjanleiki. Við eigum að heimila rekstraraðilum heilbrigðisstofnana að hafa meira flæði verkefna milli heilbrigðisstofnana þannig að hvort tveggja mannauður og rými nýtist betur. Það þarf að heimila frekari þjónustu í heimabyggð því að þannig sparast fjármunir annars staðar um kerfið og það þarf að semja við veitendur heilbrigðisþjónustu utan stóru spítalanna. Það er dýrt að geyma fólk á öllum aldri á biðlistum, því það bitnar á sjúklingunum sjálfum, aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki sem sífellt reynir að hlaupa hraðar. Þá bitna langir biðlistar líka á efnahags- og atvinnulífinu því fólk á biðlistum eftir nauðsynlegum aðgerðum er vanvirkt á meðan, ýmist vegna eigin krankleika eða vegna barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Við þurfum nýja ríkisstjórn Samfylkingin vill taka vandann í heilbrigðiskerfinu föstum tökum og leggur til ýmiss konar úrræði. Við þurfum fjármagn, skipulag og nýsköpun til að taka á vandanum. Við þurfum að þora að semja við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um allt kerfið, við eigum að horfa til þess að Landspítali annist þriðja stigs þjónustu en að höfuðborgarsvæðið eignist héraðssjúkrahús í Fossvogi þegar meðferðarkjarninn við Hringbraut verður opnaður. Þannig losnar hátækni- og háskólasjúkrahúsið okkar við minni verk, svo sem þau að búa um sár, annast hjúkrun eldra fólks og losa legókubb úr nefi barns. Við verðum að bæta starfsaðstæður og starfskjör heilbrigðisstétta til að laða aftur tilbaka allt það menntaða fólk sem horfið hefur úr stéttinni. Það er sóun að búa þannig um málin að fólk hrökklist burt vegna ofálags og ófullnægjandi starfsaðstæðna. Við þurfum að efna þjóðarsáttina sem gerð var fyrir kosningarnar 2016, stjórnmálin skulda þjóðinni það og Samfylkingin er reiðubúin í verkið. Höfundur er oddviti Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að setja bara stanslaust meira fé í heilbrigðiskerfið segja ráðherrar. Það er alveg rétt enda ætlum við ekki bara að setja meira fé heldur gera ýmislegt annað til að hjúkra lösnu heilbrigðiskerfi. En við verðum líka að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið, því að við erum algjörir eftirbátar nágrannaríkja í fjármögnun þessarar grunnstoðar samfélagsins. Fyrir Covid-árið mikla var hlutfall fjármagns í heilbrigðiskerfið 8.3% af vergri landsframleiðslu samanborið við 10 til 11% á Norðurlöndum. Þessi mikli munur bitnar bæði á sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki hér á landi. Við þurfum að horfa til framtíðar, fjárfesta í góðri heilsu með auknu fjárframlagi því að það mun margborga sig þegar til lengri tíma er litið. Þjóðarsátt um fjármögnun heilbrigðiskerfis Fyrir fimm árum safnaði Kári Stefánsson nærri 90 þúsund undirskriftum fyrir átaki í þágu heilbrigðiskerfisins. Síðan eru liðnar tvennar kosningar og flokkarnir lofuðu því að farið yrði í stórátak. Þetta var grundvöllur stjórnarsamstarfs VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar en nú í lok kjörtímabilsins blasir við að gera þarf miklu betur en stjórnarflokkar treysta sér til og virðist sem ósætti þeirra á milli um fjármögnun og leiðirnar sé að koma í veg fyrir uppbyggingu grunnþjónustunnar. Við verðum að hafna kreddum í þessum málum, hvort sem er kreddum um að eingöngu hið opinbera geti sinnt allri heilbrigðisþjónustu eða að einkavæðing heilbrigðiskerfisins muni allt leysa. Stjórnarflokkarnir skila auðu varðandi framhaldið. Vinstri græn segjast hafa gert svo margt á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og skera niður og Framsóknarflokkurinn segir fátt en telur líklega best að kjósa framsókn. Heildræn sýn óskast Þegar ríkisstjórnin tekur ákvörðun um að fyrirskipa samdrátt hjá heilbrigðisstofnunum hringinn í kringum landið gerist það eitt að einstaka þjónusta er lögð niður og sjúklingar, sem áður gátu fengið þjónustu heima í héraði, þurfa að sækja hana á Landspítala. Landspítali, sem þjóðarsjúkrahús, getur ekki neitað að taka við sjúklingum og því lengjast biðlistar þar jafnt og þétt. Þegar ríkisstjórnin tekur ákvörðun um að semja ekki við rekstraraðila hjúkrunarheimila um nauðsynlega fjölgun hjúkrunarplássa sem standa til boða, þá bíða að jafnaði 130 einstaklingar með færni- og heilsumat á Landspítalanum. Slík bið á Landspítala er umtalsvert dýrari fyrir ríkissjóð en dvöl á hjúkrunarheimili og tefur fyrir annarri nauðsynlegri þjónustu við sjúklinga á Landspítala. Alþingi samþykkti í desember sl. að setja 1.4 milljarða í málaflokkinn svo hægt væri að fjölga hjúkrunarrýmum um amk 100. Rekstraraðilar höfðu þá boðið fram allt að 230 ný rými en því miður hefur enn ekki verið samið um eitt einasta rými. Á meðan bíður eldra fólk, sem á rétt á umönnun við hæfi, á hátæknisjúkrahúsi í stað hjúkrunarheimilis og aðrir sjúklingar komast ekki að í aðgerðir. Geðheilbrigðismál Geðheilbrigðisþjónusta mætir því miður afgangi hjá stjórnvöldum. Húsnæði geðsviðs Landspítala við Hringbraut, á Kleppi og við Sjúkrahúsið á Akureyri er hneisa fyrir íslenskt samfélag. Við í Samfylkingunni lögðum fram þingsályktun á kjörtímabilinu um að farið yrði strax í undirbúning byggingar nýrra geðdeilda, því að þetta olnbogabarn íslensks heilbrigðiskerfis er hýst í óboðlegu húsnæði sem beinlínis er að hamla bata sjúklinga eins og fjallað hefur verið um í fréttum ríkissjónvarps að undanförnu. Húsnæðið lekur, það býður ekki upp á nauðsynlega útiveru sjúklinga og er óhentugt á margan annan hátt fyrir þennan sjúklingahóp. Biðlistar eftir geðheilbrigðisþjónustu eru sömuleiðis skaðlegir börnum, ungmennum og fullorðnum. Ríkisstjórn vill ekki fjármagna samþykkt Alþingis um að sálfræðiþjónusta verði sett inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands þannig að sú nauðsynlega grunnþjónusta verði niðurgreidd úr okkar sameiginlegu sjóðum. Afleiðingin er að efnameira fólk getur sótt þjónustuna fyrir sig og börn sín en þeir efnaminni ekki enda kostar viðtalstíminn á bilinu 15 – 20 þúsund krónur. Þetta er reyndar það alvarlegt að 80% öryrkja og rúmlega 50% atvinnuleitenda neita sér um heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu vegna kostnaðar sjúklinga við nauðsynlega þjónustu. Við verðum að gera betur. Betra skipulag er nauðsynlegt Það er ekki bara aukið fjármagn sem þarf í rekstur heilbrigðiskerfisins heldur líka heildaryfirsýn og sveigjanleiki. Við eigum að heimila rekstraraðilum heilbrigðisstofnana að hafa meira flæði verkefna milli heilbrigðisstofnana þannig að hvort tveggja mannauður og rými nýtist betur. Það þarf að heimila frekari þjónustu í heimabyggð því að þannig sparast fjármunir annars staðar um kerfið og það þarf að semja við veitendur heilbrigðisþjónustu utan stóru spítalanna. Það er dýrt að geyma fólk á öllum aldri á biðlistum, því það bitnar á sjúklingunum sjálfum, aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki sem sífellt reynir að hlaupa hraðar. Þá bitna langir biðlistar líka á efnahags- og atvinnulífinu því fólk á biðlistum eftir nauðsynlegum aðgerðum er vanvirkt á meðan, ýmist vegna eigin krankleika eða vegna barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima. Við þurfum nýja ríkisstjórn Samfylkingin vill taka vandann í heilbrigðiskerfinu föstum tökum og leggur til ýmiss konar úrræði. Við þurfum fjármagn, skipulag og nýsköpun til að taka á vandanum. Við þurfum að þora að semja við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um allt kerfið, við eigum að horfa til þess að Landspítali annist þriðja stigs þjónustu en að höfuðborgarsvæðið eignist héraðssjúkrahús í Fossvogi þegar meðferðarkjarninn við Hringbraut verður opnaður. Þannig losnar hátækni- og háskólasjúkrahúsið okkar við minni verk, svo sem þau að búa um sár, annast hjúkrun eldra fólks og losa legókubb úr nefi barns. Við verðum að bæta starfsaðstæður og starfskjör heilbrigðisstétta til að laða aftur tilbaka allt það menntaða fólk sem horfið hefur úr stéttinni. Það er sóun að búa þannig um málin að fólk hrökklist burt vegna ofálags og ófullnægjandi starfsaðstæðna. Við þurfum að efna þjóðarsáttina sem gerð var fyrir kosningarnar 2016, stjórnmálin skulda þjóðinni það og Samfylkingin er reiðubúin í verkið. Höfundur er oddviti Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun