Vindum ofan af nýfrjálshyggjunni Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2021 16:30 Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun