Vindum ofan af nýfrjálshyggjunni Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2021 16:30 Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun