Framtíðin er búin Erna Mist skrifar 18. september 2021 14:30 Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Erna Mist Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun