Þegar við gáfum ráðherra hugmyndirnar okkar Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. september 2021 15:16 Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Píratar eru fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en alls ekki undir þeim formerkjum sem urðu til þess að hinn ágæti hópur Örlítill grenjandi minnihluti varð til. Þegar frumvarp umhverfisráðherra var loksins lagt fram eftir dúk og disk var augljóst að það voru heilmiklir meingallar á því. Settar voru miklar skorður á ferðafrelsi en ekkert gert í gríðarlegum umhverfisspjöllum sem fylgja því að virkja hálft hálendið. Þetta var hreinlega röng ákvörðun, enda kom fljótt í ljós að litlar sem engar líkur yrðu til þess að málið færi í gegn. Andstaðan varð mjög hratt mjög mikil, og ljóst að óánægjan var í öllum fylkingum. Greinilegt var að ráðherra hafði látið í minnipokann fyrir virkjunarsinnum á Íslandi, en lagt þeim mun meiri áherslu að drottna yfir ferðafrelsi fólks og reyndar yfir öllum málefnum sem snerta þjóðgarðinn. Nema þegar kemur að virkjunum. Við Píratar fórum strax í að reyna finna leiðir til að breyta frumvarpi umhverfisráðherra á veg sem myndi bæta úr þessum stóru göllum. Og til að reyna að fá þessar tillögur fram gerðum við eitthvað sem er kannski ekki algengt í stjórnmálum, við gáfum umhverfisráðherra tillögurnar okkar. Af hverju? Jú, vegna þess að það er sorgleg staðreynd íslenskra stjórnmála að hjá ríkisstjórnarflokkunum skiptir oft meira máli hvaðan tillögur koma en hvert innihald þeirra er. Við töldum því meiri líkur á því að ná breytingunum fram ef þær kæmu frá ráðherra en frá flokki í stjórnarandstöðu. Því miður gerði ráðherra ekkert með tillögur okkar. Og hverjar eru þessar tillögur? Kíkjum á það helsta: Stjórnunar- og verndaráætlun Við gerð stjórnunar- og verndaráætlanna bar, samkvæmt frumvarpi, að hafa samráð við hagsmunaaðila á hverju svæði. Við tókum út orðin „á svæðinu“ svo skylt yrði að leita samráðs við hagsmunaaðila á landsvísu (Landvernd, F4x4, o.s.frv.). Það er nauðsynlegt að þessir aðilar fái að koma með sín sjónarmið að borðinu, því verndaráætlanir á einu svæði þjóðgarðsins geta haft áhrif á öll hin svæðin. Dvöl, umgengni og umferð um Hálendisþjóðgarð 18. grein frumvarpsins fjallar mikið um boð og bönn. Þar strikuðum við yfir heimildir ráðherra til að setja almenna reglugerð um umferð, sem og reglugerðarheimild um akstur vélknúinna ökutækja. Einnig hentum við reglugerðarheimild varðandi flug og flygildi og reglugerðarheimild um notkun vega á einstaka árstíðum og álíka. Við skyldum þó eftir heimild ráðherra til að loka fyrir umferð tímabundið ef landsvæði eða lífríki liggi undir skemmdum. Þessi heimild er nægileg fyrir ráðherra til að vernda þjóðgarðinn, en krefst þess að rök séu færð fyrir hverju banni. Að öðru leyti er bannað að aka utan vega innan þjóðgarðsins, eins og reyndar alls staðar. Leyfisveitingar Við breyttum ákvæðum 21. greinar frumvarpsins á þann veg að það séu viðkomandi sveitarstjórnir sem veiti leyfi til nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðgarðsins. Þessi nýting getur þó aldrei farið gegn ítarlegum markmiðum sem eiga að nást með friðlýsingu þjóðgarðarins. Þannig er sveitarstjórnum og heimamönnum treyst fyrir náttúruvernd í stað þess svipta þá ákvörðunarvaldi. Orkunýting 23. grein fjallar um orkunýtingu. Við bættum við þá grein skyldu á ráðherra að leita samráðs við hagsmunaaðila þegar hann skilgreinir svokölluð jaðarsvæði þjóðgarðarins. Svo einfaldlega tókum við út með öllu allt tal um að virkjanakostir í biðflokki rammaáætlunar gætu mögulega verið virkjaðir. Píratar eru á móti frekari virkjunum á miðhálendi Íslands, enda er mjög erfitt að sjá hvernig risastórar stíflur, uppistöðulón, veituskurðir og tengivirki samræmist markmiðum þjóðgarðarins. Sektir Við auðvitað fjarlægðum úr frumvarpinu fullt af sektarheimildum sem voru í kaflanum um umferð og dvöl í þjóðgarðinum. Til að sýna fram á mikilvægi þjóðgarðarins lögðum við hins vegar til breytingu á lögum um náttúruvernd þess efnis að sektir við brotum á akstri utan vega væru tvöfaldaðar ef brotið ætti sér stað innan þjóðgarðar. Með þessu teljum við Píratar að hægt væri að sætta sjónarmið flestra þeirra sem málið varðar. Ábyrg ferðamennska fær að vera óáreitt svo lengi sem reglum er fylgt, engar frekari virkjanir munu rífa upp ósnerta náttúru og sveitarfélög hafa enn skipulagsvald yfir öllu sveitarfélaginu, en þó eingöngu ef slíkt samræmist markmiðum friðlýsingar. Markmið frumvarpsins um hálendisþjóðgarð var göfugt. Vernd náttúru, veita almenningi tækifæri til að kynnast og njóta náttúru, stuðla að útivist og efla samfélag í nágrenni þjóðgarðarins. Endalaus boð og bönn og takmarkanir á ferðafrelsi ná þessum markmiðum aldrei fram. Þess vegna vildum við ábyrgt ferðafrelsi, þess vegna vildum við að ráðherra þyrfti að rökstyðja allar takmarkanir á ferð um þjóðgarðinn. Og þess vegna viljum við banna virkjanir á hálendi Íslands. Náttúran og samfélagið á betra skilið. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar