Gaflarar og giggarar Drífa Snædal skrifar 17. september 2021 17:01 Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun