Gaflarar og giggarar Drífa Snædal skrifar 17. september 2021 17:01 Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun