Gaflarar og giggarar Drífa Snædal skrifar 17. september 2021 17:01 Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum í vikunni mátti lesa um nýútgefna bók þar sem farið er fögrum orðum um uppbyggingu þess sem hefur verið kallað harkhagkerfi (e. gig economy). Höfundar bókarinnar, sem nefnist Völundarhús tækifæranna, láta þó nægja að vísa til giggara, það er þeirra einstaklinga sem starfa sjálfstætt og taka að sér ákveðin verkefni. Það er talið gigginu til tekna að þá geti starfsmenn stýrt sínum vinnutíma sjálfir, til dæmis unnið mikið á veturna og minna á sumrin. Til þess þurfi bæði „hugrekki“ og „skipulagsgáfu“. Vissulega eru ákveðnir hópar sem eru í góðri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum og stofnunum og geta selt þeim þjónustu sem fáir aðrir geta. En sé litið á þróun harkhagkerfisins í löndum heims þá er það svo að þorri giggara er í þeirri stöðu að þurfa að stunda undirboð og bjóða og vinnu sína á lakari kjörum en þeir fengju væru þeir í föstu ráðningarsambandi. Enn fremur þarf fólk að taka því starfi sem býðst, þegar það býðst og lítið fer fyrir frelsinu. Þess vegna er þetta hark. Þetta er ekki nýr veruleiki. Hugtakið Gaflarar – sem í dag er notað um Hafnfirðinga almennt – á rætur sínar að rekja til kreppuáranna þegar menn héngu undir gafli í Hafnarfirði í von um vinnu þann daginn. Íslendingar þekktu líka vel að ganga niður á bryggju upp á von og óvon hvern dag, með þá nagandi tilfinningu að kannski færu börnin aftur svöng að sofa í kvöld. Konur þekktu að bíða heima og reyna að taka að sér öll möguleg verk til að eiga nóg fyrir salti í grautinn. Þetta var veruleikinn sem verkalýðshreyfingin barðist gegn og kostaði meiriháttar átök að breyta. Það er barnaskapur að halda að samfélagið sé komið á svo allt annan stað í dag að þetta skipti engu. Lífið er ekki ein línuleg framför; sagan er uppfull af dæmum um réttindi sem eru plokkuð af fólki um leið og færi gefst. Harkhagkerfið hefur reynst ein leið til þess. Staðreyndin er sú að harkhagkerfið hentar best þeim sem „kaupa þjónustuna“ af giggurunum; atvinnurekendum sem geta fengið ódýrara vinnuafl og án skuldbindinga, stórfyrirtækjum sem neita að viðurkenna réttindi fólksins sem býr til verðmæti þeirra og færa arðinn í skattaskjól; og jafnvel neytendum sem geta fengið far um bæinn eða mat sendan heim án þess að greiða fyrir vinnuaflið sem til þess er kallað. Þetta er hinn kerfisbundni veruleiki giggsins. Víða um heim hafa giggarar verið algjörlega réttlausir gagnvart þeim hömlum sem Covid-faraldurinn hefur sett á atvinnulífið. Hér á landi hafa fjölmargar stéttir þar sem fólk er almennt sjálfsætt starfandi sótt í að vera launafólk til að tryggja réttindi sín. Þessi réttindi kostuðu mikla baráttu og eru undirstaða þeirra lífskjara sem við búum við á Íslandi í dag. Það er hvorki hugrekki né skipulagsgáfa að gefa slík réttindi eftir í stórum stíl, jafnvel þótt dæmi séu um sjálfstætt starfandi einstaklinga sem hafa það gott. Góða helgi! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun