Spilling og kjaftæði er ekki náttúrulögmál Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 14. september 2021 14:30 Ég man eftir ládeyðunni sem sveif yfir vötnum eins og reykur eftir kerti sem búið er að blása út í kosningapartíi í heimahúsi í Osló árið 2013 þegar ljóst var að blái vængurinn, íhaldið, væri að taka þetta. Heimili mitt, samfélagið mitt til margra ára var að breytast. Það lá fyrir að stjórnarskipti myndu fylgja í kjölfarið. Tilfinningin var óþægileg. Hvað yrði um allt sem búið var að byggja upp í þágu venjulegs fólks? Um barnafólk? Um það að standa vörð um að öll skuli njóta jafnra tækifæra? Í Noregi hefur normið verið frjálslynd miðju-vinstri stjórn. Þess vegna er landið eins og það er. Lýðræðið er þar rótgróið hugtak í hugum og hjörtum fólks og í því felst tækifæri allra til að taka þátt á líkum forsendum. Jafnrétti. Að það þurfi ekkert ,,maður þekkir mann” svo þú fáir starf við hæfi heldur sé hæfni þín nóg! Að aldrei aldrei skuli sérhagsmunir ráða för heldur alltaf alltaf alltaf almannahagur. Á Íslandi er staðan önnur. Við erum vön því að við séum ekki jöfn. Að það sé eins gott að þjóna Flokknum vel svo þú fáir næg tækifæri að ekki sé talað um að þú hreinlega fáir að halda áfram að dafna innan þíns starfs ef þú býrð úti á landi. ,,Maður þekkir mann” vegur miklu þyngra en raunveruleg hæfni og menntun, jafnvel innan hins opinbera! Við erum mörg í raun orðin samdauna spillingunni því við erum svo vön henni. Henni er tekið sem náttúrulögmáli og fólki líður eins og það skipti engu máli hvað þú kýst. En það skiptir máli! Það skiptir ÖLLU máli. Píratar eru ekki til í staðnað ástand. Okkar hugsjón er land þar sem þú færð tækifærin sem þér eruð ætluð SAMA hvað þú kýst og SAMA hvern þú þekkir. Þar sem við erum í alvöru jöfn fyrir lögum og samfélagi. Þar sem ekki er verr farið með fólk sem talar ekki tungumálið eða lítur ekki út ,,eins og skattgreiðandi”. Við höfum fengið okkur fullsödd af þessari endlausu sérhagsmunagæslu Flokksins. Hans pólitík stríðir gegn öllu sem við stöndum fyrir. Þess vegna erum við þau sem höfum við hverjar einustu kosningar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Og sjá nú er það loks að verða trend! Eitt það fyrsta sem ég beitti mér fyrir í borgarstjórn voru nýjar reglur um ráðningar æðstu embættismanna borgarinnar með skýrum, gagnsæum og óháðum ráðningarferli. Þær voru samþykktar nokkrum mánuðum síðar í byrjun árs 2019. Mína fyrstu daga í embætti gekk yfir umfjöllun um umdeilda ráðningu og því skipti þetta verulegu máli. Vegna þess að bæði umgjörð og ásýnd ráðningar verða að vera þannig úr garði gerðar að ,,maður þekkir mann” hafi ekki verið fræðilegur möguleiki. Síðan hefur verið meiri sátt um þessar ráðningar innan allra flokka. Þetta er bara eitt konkret dæmi um þau fjölmörgu góðu mál sem Píratar hafa stuðlað að þegar þeir hafa völd. Í samvinnu við aðra góða og öfluga umbótasinnaða flokka gerum við magnaða hluti. Við erum ekki meðvirk með neinu. Ekki meðvirk með ,,en svona hefur þetta alltaf verið” eða ,,hvernig pólitíkin virkar” eða ,,hvernig stjórnmálafólk á að haga sér”. Þess vegna erum við öðruvísi og það hræðir suma. Stundum er reynt að niðurlægja okkur og sérstaklega af þeim sem vilja ekki þurfa að segja bara hreint út að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir spillingu og landið þar með mótað út frá sérhagsmunum því það ,,þykir ekki viðeigandi”. Sumir flokkar vilja halda í einhverskonar heiðursmannasamkomulag um að segja hlutina ekki eins og þeir eru og standa þar með vörð um stjórnmálastéttina og hennar hag. Um óbreytt ástand. En við segjum hlutina bara hreint út. Við höfum ekkert að fela og engra hagsmuna að gæta nema almennings. Það er okkar eina markmið og það er skratti frelsandi verð ég að segja. Rödd Pírata skiptir máli en styrkur hennar einnig. Að fara úr einum kjörnum fulltrúa í tvo milli kjörtímabila í borgarstjórn hefur gefið okkar hugsjón byr undir báða vængi. Núna komust frjálslyndu umbótaflokkarnir loksins aftur til valda í gær í Noregi eftir átta blá ár. Óréttlæti á Íslandi, spilling og endalaust kjaftæði er ekkert náttúrulögmál þó okkur líði stundum þannig. Píratar eru andhverfan við það kjaftæði og sérhagsmunabrask sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Við höfum aldrei unnið með þeim sem ekki er hægt að segja um marga og við höfum alltaf tekið fyrir að vinna með þeim. Vegna þess að þeir sem sóða stanslaust meira út við að baka fleiri og fleiri spillingarkökur hafa sýnt að þeir eru ekki til þess fallnir að þrífa upp óreiðuna. Þá er betra að vísa þeim úr salnum, setja á góða tónlist og bretta upp ermarnar. Þetta átti ekki að verða einhver klisjukosningapistill heldur eru þetta bara hlutir sem lágu mér á hjarta eftir kosningarnar í Noregi í gær. Því það er hægt að breyta. Með því að kjósa. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég man eftir ládeyðunni sem sveif yfir vötnum eins og reykur eftir kerti sem búið er að blása út í kosningapartíi í heimahúsi í Osló árið 2013 þegar ljóst var að blái vængurinn, íhaldið, væri að taka þetta. Heimili mitt, samfélagið mitt til margra ára var að breytast. Það lá fyrir að stjórnarskipti myndu fylgja í kjölfarið. Tilfinningin var óþægileg. Hvað yrði um allt sem búið var að byggja upp í þágu venjulegs fólks? Um barnafólk? Um það að standa vörð um að öll skuli njóta jafnra tækifæra? Í Noregi hefur normið verið frjálslynd miðju-vinstri stjórn. Þess vegna er landið eins og það er. Lýðræðið er þar rótgróið hugtak í hugum og hjörtum fólks og í því felst tækifæri allra til að taka þátt á líkum forsendum. Jafnrétti. Að það þurfi ekkert ,,maður þekkir mann” svo þú fáir starf við hæfi heldur sé hæfni þín nóg! Að aldrei aldrei skuli sérhagsmunir ráða för heldur alltaf alltaf alltaf almannahagur. Á Íslandi er staðan önnur. Við erum vön því að við séum ekki jöfn. Að það sé eins gott að þjóna Flokknum vel svo þú fáir næg tækifæri að ekki sé talað um að þú hreinlega fáir að halda áfram að dafna innan þíns starfs ef þú býrð úti á landi. ,,Maður þekkir mann” vegur miklu þyngra en raunveruleg hæfni og menntun, jafnvel innan hins opinbera! Við erum mörg í raun orðin samdauna spillingunni því við erum svo vön henni. Henni er tekið sem náttúrulögmáli og fólki líður eins og það skipti engu máli hvað þú kýst. En það skiptir máli! Það skiptir ÖLLU máli. Píratar eru ekki til í staðnað ástand. Okkar hugsjón er land þar sem þú færð tækifærin sem þér eruð ætluð SAMA hvað þú kýst og SAMA hvern þú þekkir. Þar sem við erum í alvöru jöfn fyrir lögum og samfélagi. Þar sem ekki er verr farið með fólk sem talar ekki tungumálið eða lítur ekki út ,,eins og skattgreiðandi”. Við höfum fengið okkur fullsödd af þessari endlausu sérhagsmunagæslu Flokksins. Hans pólitík stríðir gegn öllu sem við stöndum fyrir. Þess vegna erum við þau sem höfum við hverjar einustu kosningar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Og sjá nú er það loks að verða trend! Eitt það fyrsta sem ég beitti mér fyrir í borgarstjórn voru nýjar reglur um ráðningar æðstu embættismanna borgarinnar með skýrum, gagnsæum og óháðum ráðningarferli. Þær voru samþykktar nokkrum mánuðum síðar í byrjun árs 2019. Mína fyrstu daga í embætti gekk yfir umfjöllun um umdeilda ráðningu og því skipti þetta verulegu máli. Vegna þess að bæði umgjörð og ásýnd ráðningar verða að vera þannig úr garði gerðar að ,,maður þekkir mann” hafi ekki verið fræðilegur möguleiki. Síðan hefur verið meiri sátt um þessar ráðningar innan allra flokka. Þetta er bara eitt konkret dæmi um þau fjölmörgu góðu mál sem Píratar hafa stuðlað að þegar þeir hafa völd. Í samvinnu við aðra góða og öfluga umbótasinnaða flokka gerum við magnaða hluti. Við erum ekki meðvirk með neinu. Ekki meðvirk með ,,en svona hefur þetta alltaf verið” eða ,,hvernig pólitíkin virkar” eða ,,hvernig stjórnmálafólk á að haga sér”. Þess vegna erum við öðruvísi og það hræðir suma. Stundum er reynt að niðurlægja okkur og sérstaklega af þeim sem vilja ekki þurfa að segja bara hreint út að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir spillingu og landið þar með mótað út frá sérhagsmunum því það ,,þykir ekki viðeigandi”. Sumir flokkar vilja halda í einhverskonar heiðursmannasamkomulag um að segja hlutina ekki eins og þeir eru og standa þar með vörð um stjórnmálastéttina og hennar hag. Um óbreytt ástand. En við segjum hlutina bara hreint út. Við höfum ekkert að fela og engra hagsmuna að gæta nema almennings. Það er okkar eina markmið og það er skratti frelsandi verð ég að segja. Rödd Pírata skiptir máli en styrkur hennar einnig. Að fara úr einum kjörnum fulltrúa í tvo milli kjörtímabila í borgarstjórn hefur gefið okkar hugsjón byr undir báða vængi. Núna komust frjálslyndu umbótaflokkarnir loksins aftur til valda í gær í Noregi eftir átta blá ár. Óréttlæti á Íslandi, spilling og endalaust kjaftæði er ekkert náttúrulögmál þó okkur líði stundum þannig. Píratar eru andhverfan við það kjaftæði og sérhagsmunabrask sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Við höfum aldrei unnið með þeim sem ekki er hægt að segja um marga og við höfum alltaf tekið fyrir að vinna með þeim. Vegna þess að þeir sem sóða stanslaust meira út við að baka fleiri og fleiri spillingarkökur hafa sýnt að þeir eru ekki til þess fallnir að þrífa upp óreiðuna. Þá er betra að vísa þeim úr salnum, setja á góða tónlist og bretta upp ermarnar. Þetta átti ekki að verða einhver klisjukosningapistill heldur eru þetta bara hlutir sem lágu mér á hjarta eftir kosningarnar í Noregi í gær. Því það er hægt að breyta. Með því að kjósa. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar