Réttu spurningarnar um skatta Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. september 2021 14:00 Oft eru stjórnmálaflokkar að rífast um skatta, hærri eða lægri - og ásakanir ganga fram og til baka um hvort sé betra. Bæði sjónarmiðin eru afvegaleiðing frá því sem skiptir máli - hvað fáum við fyrir skattana okkar? Á sama tíma og við viljum almennt opinbert heilbrigðiskerfi, menntakerfi og réttarkerfi getum við ekki komist hjá því að innheimta skatta til þess að fjármagna slík ríkisútgjöld. Þegar einhver segja okkur að skattar séu of háir þá þurfa þau að útskýra hvar við erum að ofnota þá skatta sem þegar eru innheimtir. Þegar vinstri flokkar benda á að það þurfi meiri heilbrigðisþjónustu og aðra samneyslu þá þurfa þau að útskýra fyrir okkur að vel sé farið með þá skatta sem við greiðum nú þegar. Við eigum nefnilega öll að spyrja, alltaf - er vel farið með almannafé? Vitum við svarið? Nei. Við vitum það ekki. Svarið er það einfalt. En einfalt svar er ekki nóg, ég þarf að útskýra rökin fyrir þeirri niðurstöðu. Á kjörtímabilinu sem er að líða spurði ég um skilvirka notkun á almannafé í mörgum málaflokkum. Augljósasta opinberunin á því að enginn hefur hugmynd um hvort verið sé að nota almannafé á hagkvæman hátt finnst í svörum við spurningum mínum um lögbundin verkefni. Hvað á ég við með því? Jú, Alþingi setur lög og framkvæmd þeirra laga kostar ríkissjóð pening. Ef Alþingi setur lög um almannatryggingar þá þarf ríkisstjórnin að fjármagna þær tryggingar, til dæmis með sköttum. Ef Alþingi setur lög um atvinnuleysisbætur eða leggur fram samgönguáætlun þá þarf peninga til þess að byggja vegina eða spítalann. Þegar Alþingi setur lög verða til lögbundin verkefni sem samkvæmt lögum um opinber fjármál á að kostnaðarmeta þannig að þingmenn viti hvað það kostar sem þau eru að samþykkja. Þess vegna er það mjög áhugavert - en á sama tíma fyrirsjáanlegt - að þegar ég spyr hvað lögbundin verkefni kosta, þá eru svörin oft óljós. Sem dæmi eru lögbundin verkefni Barnaverndarstofu flokkuð í tíu liði í svari þeirra, þar sem eitt verkefnið er skilgreint sem: „Að hafa með höndum leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd barnaverndarlaga og fræðslu og ráðgjöf fyrir barnaverndarnefndir í landinu.“ Veit Barnaverndarstofa hvað þetta verkefni kostar? Nei, því svarið er: „Fjárlög gera ráð fyrir 1.598,7 millj. kr. til reksturs Barnaverndarstofu árið 2020. Fjárheimildin er ætluð til að sinna verkefnum stofunnar og er ekki sundurliðuð sérstaklega á einstök verkefni.“ Dómsmálaráðuneytið felur sig á bak við lög um fjárreiður ríkisins í sínu svari sem segir okkur það svart á hvítu að það er engin leið fyrir Alþingi, sem er fjárveitingavaldið, að komast að því hvort verið sé að nýta almannafé á hagkvæman hátt í lögbundin verkefni. Ég get ekki komist að því hver rekstrarkostnaður fasteignaskrár hjá Þjóðskrá sé og því síður reynt að komast að því hvort reksturinn sé hagkvæmur eða ekki í kjölfarið á því. Þess vegna er svarið nei, við vitum ekki hvort vel sé farið með almannafé. Lausn Pírata Tölum þá um skatta aftur og lausn Pírata í skattamálum. Þar segjum við einfaldlega að við viljum byggja upp framsækið skattkerfi, þar sem byrðin eykst eftir því sem bökin verða breiðari. Þannig verða skattar á lág laun, örorku- og ellilífeyrisþega og græn sprotafyrirtæki lækkaðir, en skattar á ofurauð, arð- og fjármagnstekjur og mengandi stórfyrirtæki hækkaðir. Við viljum hins vegar líka kafa ofan í opinber útgjöld og varpa ljósi á það hvort vel sé farið með peninga almennings. Markmiðið verður að skapa rými til nýrra útgjalda án þess að hækka þurfi heildarskatta eða að ríkisútgjöld vaxi óstjórnlega - vegna þess að við vitum að það er ekki verið að fara vel með almannafé eins og er. Við höfum séð það í svörum við fyrirspurnum um starfskostnað þingmanna, dagpeninga ráðherra, hugbúnaðarkaup ríkisins, málsmeðferðatíma, biðlista, í skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum og ýmsu fleira. Við viljum hækka persónuafsláttinn í skrefum og greiða út til þeirra sem nýta hann ekki - alveg eins og fyrirtæki greiða ekki skatt af kostnaði þá ætti einstaklingar ekki að gera það heldur. Að sama skapi viljum við einfalda skatta- og almannatryggingakerfin til að fækka og draga úr skerðingum. Núverandi kerfi eru flókin, ómannúðleg og full af fátæktargildrum. Við viljum tryggja gagnsæi skattkerfisins og stuðla að skilvirkni með stafrænum lausnum sem hægt er að einfalda og bæta verulega. Píratar vilja innleiða kvikara skattkerfi. Að skattar verði gerðir upp sjálfkrafa og í rauntíma. Við viljum skattleggja meira af auði og arði en minna af launum og eðlilegri neyslu. Þá verður öll mengun skattlögð í rauntíma. Ég vil vekja sérstaka áherslu á stefnu Pírata um að skattleggja meira af auði og arði en minna af launum og neyslu. Hugmyndin á bak við það er að skattleggja ekki tíma fólks. Fólk þarf að eyða tíma af lífi sínu til þess að hafa ofan í sig og á og ríkið á helst ekki að skattleggja þann tíma. Það á frekar að beina skattheimtu ríkisins að ferlum þar sem fjármagn verður til án þess að einhver hafi eytt tíma af lífi sínu til þess að búa til verðmæti. Skattar eru nauðsynlegir Skattar eru ekki ofbeldi, eins og sumir halda fram. Skattlagning býr til gæði og sameiginlega þjónustu og réttindi fyrir okkur öll. Því er mikilvægt að það sé skýrt að vel sé farið með almannafé og leiðin til þess að fullvissa fólk um að svo sé er meira gagnsæi. Gagnsæi - sem Píratar eru bestir allra flokka í. Það skiptir líka máli hvernig skattheimtan fer fram. Högum henni þannig að hún eigi ekki við þann tíma sem fólk ver í að hafa ofan í sig og á og beinum frekar skattlagningunni að þeim ferlum í hagkerfinu sem búa sjálfkrafa til misskiptingu. Hættum að skattleggja líf fólks og skattleggjum kerfið. Þangað stefna Píratar. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Píratar Alþingiskosningar 2021 Efnahagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Oft eru stjórnmálaflokkar að rífast um skatta, hærri eða lægri - og ásakanir ganga fram og til baka um hvort sé betra. Bæði sjónarmiðin eru afvegaleiðing frá því sem skiptir máli - hvað fáum við fyrir skattana okkar? Á sama tíma og við viljum almennt opinbert heilbrigðiskerfi, menntakerfi og réttarkerfi getum við ekki komist hjá því að innheimta skatta til þess að fjármagna slík ríkisútgjöld. Þegar einhver segja okkur að skattar séu of háir þá þurfa þau að útskýra hvar við erum að ofnota þá skatta sem þegar eru innheimtir. Þegar vinstri flokkar benda á að það þurfi meiri heilbrigðisþjónustu og aðra samneyslu þá þurfa þau að útskýra fyrir okkur að vel sé farið með þá skatta sem við greiðum nú þegar. Við eigum nefnilega öll að spyrja, alltaf - er vel farið með almannafé? Vitum við svarið? Nei. Við vitum það ekki. Svarið er það einfalt. En einfalt svar er ekki nóg, ég þarf að útskýra rökin fyrir þeirri niðurstöðu. Á kjörtímabilinu sem er að líða spurði ég um skilvirka notkun á almannafé í mörgum málaflokkum. Augljósasta opinberunin á því að enginn hefur hugmynd um hvort verið sé að nota almannafé á hagkvæman hátt finnst í svörum við spurningum mínum um lögbundin verkefni. Hvað á ég við með því? Jú, Alþingi setur lög og framkvæmd þeirra laga kostar ríkissjóð pening. Ef Alþingi setur lög um almannatryggingar þá þarf ríkisstjórnin að fjármagna þær tryggingar, til dæmis með sköttum. Ef Alþingi setur lög um atvinnuleysisbætur eða leggur fram samgönguáætlun þá þarf peninga til þess að byggja vegina eða spítalann. Þegar Alþingi setur lög verða til lögbundin verkefni sem samkvæmt lögum um opinber fjármál á að kostnaðarmeta þannig að þingmenn viti hvað það kostar sem þau eru að samþykkja. Þess vegna er það mjög áhugavert - en á sama tíma fyrirsjáanlegt - að þegar ég spyr hvað lögbundin verkefni kosta, þá eru svörin oft óljós. Sem dæmi eru lögbundin verkefni Barnaverndarstofu flokkuð í tíu liði í svari þeirra, þar sem eitt verkefnið er skilgreint sem: „Að hafa með höndum leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd barnaverndarlaga og fræðslu og ráðgjöf fyrir barnaverndarnefndir í landinu.“ Veit Barnaverndarstofa hvað þetta verkefni kostar? Nei, því svarið er: „Fjárlög gera ráð fyrir 1.598,7 millj. kr. til reksturs Barnaverndarstofu árið 2020. Fjárheimildin er ætluð til að sinna verkefnum stofunnar og er ekki sundurliðuð sérstaklega á einstök verkefni.“ Dómsmálaráðuneytið felur sig á bak við lög um fjárreiður ríkisins í sínu svari sem segir okkur það svart á hvítu að það er engin leið fyrir Alþingi, sem er fjárveitingavaldið, að komast að því hvort verið sé að nýta almannafé á hagkvæman hátt í lögbundin verkefni. Ég get ekki komist að því hver rekstrarkostnaður fasteignaskrár hjá Þjóðskrá sé og því síður reynt að komast að því hvort reksturinn sé hagkvæmur eða ekki í kjölfarið á því. Þess vegna er svarið nei, við vitum ekki hvort vel sé farið með almannafé. Lausn Pírata Tölum þá um skatta aftur og lausn Pírata í skattamálum. Þar segjum við einfaldlega að við viljum byggja upp framsækið skattkerfi, þar sem byrðin eykst eftir því sem bökin verða breiðari. Þannig verða skattar á lág laun, örorku- og ellilífeyrisþega og græn sprotafyrirtæki lækkaðir, en skattar á ofurauð, arð- og fjármagnstekjur og mengandi stórfyrirtæki hækkaðir. Við viljum hins vegar líka kafa ofan í opinber útgjöld og varpa ljósi á það hvort vel sé farið með peninga almennings. Markmiðið verður að skapa rými til nýrra útgjalda án þess að hækka þurfi heildarskatta eða að ríkisútgjöld vaxi óstjórnlega - vegna þess að við vitum að það er ekki verið að fara vel með almannafé eins og er. Við höfum séð það í svörum við fyrirspurnum um starfskostnað þingmanna, dagpeninga ráðherra, hugbúnaðarkaup ríkisins, málsmeðferðatíma, biðlista, í skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum og ýmsu fleira. Við viljum hækka persónuafsláttinn í skrefum og greiða út til þeirra sem nýta hann ekki - alveg eins og fyrirtæki greiða ekki skatt af kostnaði þá ætti einstaklingar ekki að gera það heldur. Að sama skapi viljum við einfalda skatta- og almannatryggingakerfin til að fækka og draga úr skerðingum. Núverandi kerfi eru flókin, ómannúðleg og full af fátæktargildrum. Við viljum tryggja gagnsæi skattkerfisins og stuðla að skilvirkni með stafrænum lausnum sem hægt er að einfalda og bæta verulega. Píratar vilja innleiða kvikara skattkerfi. Að skattar verði gerðir upp sjálfkrafa og í rauntíma. Við viljum skattleggja meira af auði og arði en minna af launum og eðlilegri neyslu. Þá verður öll mengun skattlögð í rauntíma. Ég vil vekja sérstaka áherslu á stefnu Pírata um að skattleggja meira af auði og arði en minna af launum og neyslu. Hugmyndin á bak við það er að skattleggja ekki tíma fólks. Fólk þarf að eyða tíma af lífi sínu til þess að hafa ofan í sig og á og ríkið á helst ekki að skattleggja þann tíma. Það á frekar að beina skattheimtu ríkisins að ferlum þar sem fjármagn verður til án þess að einhver hafi eytt tíma af lífi sínu til þess að búa til verðmæti. Skattar eru nauðsynlegir Skattar eru ekki ofbeldi, eins og sumir halda fram. Skattlagning býr til gæði og sameiginlega þjónustu og réttindi fyrir okkur öll. Því er mikilvægt að það sé skýrt að vel sé farið með almannafé og leiðin til þess að fullvissa fólk um að svo sé er meira gagnsæi. Gagnsæi - sem Píratar eru bestir allra flokka í. Það skiptir líka máli hvernig skattheimtan fer fram. Högum henni þannig að hún eigi ekki við þann tíma sem fólk ver í að hafa ofan í sig og á og beinum frekar skattlagningunni að þeim ferlum í hagkerfinu sem búa sjálfkrafa til misskiptingu. Hættum að skattleggja líf fólks og skattleggjum kerfið. Þangað stefna Píratar. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar 2021.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar