Stýrir Evrópusambandið byggðaþróun á Íslandi? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 5. september 2021 13:01 Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Samgöngur Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun