Fjölskyldur í forgang? Eyþór Arnalds skrifar 3. september 2021 17:01 Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Laxdal Arnalds Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.