Heilbrigðisþjónustu skal byggja á jöfnuði, réttlæti og góðu aðgengi Pétur Heimisson skrifar 27. ágúst 2021 14:31 Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Pétur Heimisson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Því það skiptir máli hver stjórnar! Jöfnuður, réttlæti og gott aðgengi að öruggri gæðaþjónustu er andi laga um heilbrigðisþjónustu og laga um réttindi sjúklinga. Vorið 2019 samþykkti Alþingi Heilbrigðisstefnu til 2030 undir dyggri stjórn Svandísar Svavarsdóttur. Heilbrigðisstefnan undirstrikar framangreint og bætir um betur. Í henni er mikil áhersla á að veita rétta þjónustu á réttum stað, að hafa fólkið í forgrunni og á virka notendur. Stefnan er studd aðgerðaáætlun til fimm ára í senn. Ábyrgð ráðherra á stefnunni er óumdeild þó margir aðrir þurfi að leggja hönd á plóg. Forsenda árangurs er að ráðherran sé stefnunni trúr og það er Svandís Svavarsdóttir. Það skiptir máli hver stjórnar! Skýr stefnumörkun Undirritaður hefur starfað í heilbrigðisþjónustu á Austurlandi síðan 1988. Allan tímann hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun um hvaða hlutverki ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins eigi að sinna; hver á að gera hvað og hvar? Á þessum rúmu þrjátíu árum hefur aldrei náðst svo skýr sýn og stefnumörkun eins og í tíð núverandi ráðherra. Uppskriftin er einföld, samanstendur af fjórum aðalatriðum, nefnilega að; Muna fyrir hvern heilbrigðisþjónustan er Byggja á lögum um þjónustuna Móta þá stefnu sem svo lengi hefur verið kallað eftir Framfylgja stefnunni. Fyrstu þrjú atriðin eru klár og vinna við það fjórða hafin og brýnt að Svandís Svavarsdóttir fái umboð til að verkstýra henni næsta kjörtímabil. Ella munu háværir hagsmunahópar og bakraddir pólitískra íhaldsafla stöðva vegferðina sem hafin er um þann hluta uppskriftarinnar. Þjónusta fyrir fólk Hér verður tæpt á aðalatriðum. Fyrst, að þetta fjallar allt um fólk; þjónustan er til fyrir fólk og veitt af fólki með ólíkan bakgrunn sem saman myndar þjónustukeðjuna, hið þverfaglega teymi. Næst að heilsugæslustöðvar hafa lengi verið burðarás heilbrigðisþjónustu úti á landi og er ætlað það hlutverk áfram. Loks að úr NA-kjördæmi og víðar er langt í hátækniþjónustu Landspítalans. Heilsugæslan; markvisst þarf að stuðla að áhuga heilbrigðisfagfólks á störfum úti á landi. Ástunda samráð við háskóla um „mikilvægi þess að menntun heilbrigðisstétta taki mið af íslenskum aðstæðum“ eins og segir í Heilbrigðisstefnunni. Horfa ber til þess um kjör og aðstæður fagfólks heilsugæslu í dreifbýli að það veitir alla fyrstu þjónustu sem á höfuðborgarsvæðinu dreifist á heilsugæsluna, stofur sérgreinalækna, bráðamóttöku og göngudeildir Landspítala. Skilgreina þarf hvað umfram hefðbundna heilsugæsluþjónustu skal vera nærþjónusta, aðgengileg í heilbrigðisumdæmum. Hér vísa ég til þess að íbúar dreifbýlis nýta þjónustu sérgreinalækna mun minna en íbúar höfuðborgarsvæðis, hvar nær öll þjónustan er. Sjúkrahúsþjónusta NA-kjördæmi; Styrkja Umdæmissjúkrahús Austurlands með áherslu á nærsamfélagslega grundvallar þjónustu s.s. fæðingar, þjónustu við aldraða og endurhæfingu og huga þar m.a. að mögulegri aðkomu Landspítala. Styrkja sjúkrahúsið á Akureyri með þarfir íbúa á Norður og Austurlandi í huga, hlutverks þess í sjúkraflugi og almannavörnum landsins alls og efla það sem kennslustofnun. Bæta almenningssamgöngur milli Norður og Austurlands til að auka aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri. Við stækkun björgunarþyrluflota landsins að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum eða Akureyri. Efling sjúkraflutninga og nýting fjarþjónustu eru áhersluatriði í heilbrigðisstefnunni sem fylgja þarf eftir. Vegna farsóttar og margs annars þarf forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sem treysta á vísindamenn og taka mið af samfélagslegum sjónarmiðum, vitandi að góð heilsa er gulli betri. Munum að þetta fjallar allt um fólk og öllu skiptir hverjir stjórna! Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismál og -þjónustu. Nú á VG tvo þingmenn í NA-kjördæmi og þá stöðu, að lágmarki, er brýnt að tryggja. Oddvitanum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Jódísi Skúladóttur í 2. sæti VG-lista í NA, treysti ég til að fylgja þessum áherslum eftir í okkar kjördæmi. Tryggjum þeim þingsæti 25. september nk. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun