„Sami rassinn undir þeim öllum“ Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:01 Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun