Hvar eiga börnin okkar að búa? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fasteignamarkaður Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun