Hvar eiga börnin okkar að búa? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fasteignamarkaður Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun