Fimm staðreyndir um heilbrigðiskerfið sem skipta máli Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 07:01 Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar