Stór mál eiga alltaf að vera sett í þjóðaratkvæðagreiðslu er varða framtíð Íslands Jóhann Sigmarsson skrifar 13. ágúst 2021 09:01 Það er nánast ekkert stefnumál Vinstri grænna sem hefur náð fram að ganga eða þau hafa verið svikin í stjórnarsáttmála. Eitt af þessum málum er alþjóðleg friðarhyggja. Nato hefur nú verið með æfingar undir ríkisstjórn Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra voru á leiðtogafundi Atlantshafbandalagsins (Nato) fyrir nokkrum vikum. Auðvitað höfðu ráðherrarnir sem eiga að heita í sömu ríkisstjórn nokkuð misjafna sýn á hlutverk bandalagsins og hvort Ísland eigi í raun heima þar. Það er mjög einkennandi fyrir íslensk stjórnmál að fólk getur ekki komið sér saman um neitt og allir heimta að ráða.Við aðstæður sem þessar er engu komið fram því að fólk er ekki sammála. Það sem að einkennir Alþingi er klúður, frekja, sjálftaka, yfirgangur, þröngsýni og skortur á reynslu og þekkingu. Skuldirnar hrannast upp fyrir komandi kynslóðir og auðlindum landsins okkar eru sviknar út í einkaeigu. Er það eitthvað sem að við viljum að gerist fyrir afkomendur okkar að þurfa að takast á við fámennann og óheiðarlegan landráðalýð úr fortíðinni? Ísland gæti orðið einskonar friðelskandi Tíbet norðursins Ísland er lítil þjóð. Hér eigum við öll að standa saman og gefa það góða sem okkur hefur verið gefið til komandi kynslóða. Landsflokkurinn vill setja stór mál í þjóðaratkvæðargreiðslu eins og veru Íslands í Nato, aðild Íslands að Evrópusambandinu og öðrum mikilvægum ákvörðunum sem að skipta fólkið í landinu verulegum ávinningi. Þetta eiga alls ekki að vera mál sem að eru ákveðin af meirihluta þingmanna og ráðherrum sem að einungis eru jafnvel bara þrjátíu og þrír. Þessi mál varða framtíð Íslands og hvernig sé horft á þjóðina frá alþjóðasamfélaginu. Ef að þjóðin tæki þá stefnu að segja sig úr öllu hernaðarbrölti umheimsins og úr Atlantshafbandalaginu Nato þá gæti Ísland áunnið sér að vera einskonar Tíbet norðursins. Það yrði horft á Ísland allt öðrum augum með fallegri sérstöðu. Hernaðarbrolt er með samþykki stjórnvalda vissra þjóða sem að standa í hernaði, en sjaldnast með almenningi viðkomandi landa. Oft skylda þessar þjóðir almenning í herinn fyrir föðurlandið. Það er miður gott að stjórnvöld skuli gera fólk að föðurlandssvikurum sem að ekki gegna herskyldu. Persónulega held ég að það myndi vera betra fyrir þjóðina að vera fyrir utan öll hernaðarbandalög. Það þarf að kynna landið okkar Ísland Á mínum starfsferli hef ég gert nokkrar skapandi hugmyndir að veruleika upp á eigin spítur sem að fólk út um allan heim hefur komið í samstarf við og þannig tekið verkefnin að sér. Ég hef stundum viljað fá stjórnvöld og sveitarfélög á Íslandi til að starfa með okkur að þessu, en það hefur verið ógerningur út af stjórnsýslunni. Ég lendi nánast alltaf í pattstöðu hjá sérfræðingum, ráðamönnum og innmúruðum grottnuðum kerfiskúkum frá ráðuneytunum eða ríkisstofnunum sem að ráðnir eru af stjórnum sem viðhaldnar eru af flokkunum. Eiginlega hef ég lent í þvílíku einelti af þessum stofnunum í yfir tuttugu ár. Þetta hæfileikalausa fólk er að ráðskast með sköpun annarra og að þvínga kannski afleitum hugmyndum inn í verk sem að er verið að leggja fram. Það hafa farið óteljandi vinnustundir í það að bíða eftir svörum sem svo yfirleitt eru neitanir. Flokkanir hafa í áratugi komið sínu fólki í stöður í opinberum stofnunum og það er nánast ekki hægt að kynna verkefni sín þar, nema að þú sért flokksbundinn réttu klíkunni eða passar inn í elítuna. Þetta var í mínu tilviki og margra annarra. Það er alltaf sama fólkið sem að fær allt frá opinberum sjóðum. Það er ekki vegna þess að það er hæfasta fólkið. Heldur er það vegna þess að stjórnsýslan er svo gjörspillt og úldin í öllu kerfinu hér. Þetta hefur viðgengist í áratugi svona og líka í hruninu þar sem að spillt stjórnmálafólk, embættisfólk og viðskiptaelítan fékk að rannsaka sjálfa sig. Almenningur á alveg eftir að fá réttlæti sitt af misgjörðum, sjálftökum og glæpum þessa fólks. Um ævina þá hef ég fengið neitanir sem að skipta hundruðum í kvikmyndagerð og verkefnum tengdum hönnun og listum á Íslandi. Það er ekki vegna þess að ég hef haft svo lélegar umsóknir. Það er vegna þess að hér borðar sama fólkið úr lófunum á hvort öðru og veitir sjálfum sér það sem þarf frá hinu opinbera og úr almenningssjóðum. Það einokar aðstöðuna og hleypir engum öðrum að þó það sé opinberlega fyrir alla. Ef að ég hef viljað skapa list þá hef ég alltaf haft frumkvæði. Öll þessi stjórnsýsla í gegnum tíðina hefur bara verið til að tefja fyrir eða að fá neitanir á verkefnin sem að ég hef tekið þátt í að framkvæma. Það hefur að vísu þjálfað mig upp, ef ég hef verið á þörfinni fyrir að veita verkefnunum mínum eða því sem að ég tek þátt í brautargengi. Þú þarft nánast að hlaupa í hvert einasta verklag út af fyrir sig og þannig getur þú lært af því að gera hlutinn. Þú lærir yfrleitt mest af mistökunum. Menntun í skóla er vissulega góð, en þó þú sért búinn að mennta þig lengi í einhverju fagi þá er því næst öruggt að þú ert jafnblautur á bak við eyrun að takast á við fagið og þegar að þú byrjaðir í náminu. Þig skortir reynsluna í faginu. Ekkert kemur í staðinn fyrir reynsluna við að gera hlutinn. Þetta á við stjórnmálafólk líka. Menning, íþróttir og fallega landslagið okkar Öll menning s.s. tónlist, myndlist, kvikmyndagerð og íþróttir hafa gífurlega kynningu á landinu. Þessar skapandi og afreksgreinar eru mjög góðar fyrir ferðamannaiðnaðinn. Bæði er það mjög fallegt og virðingavert fyrir Ísland út á við og eflaust gefa þær góð tækifæri fyrir það fólk sem að er viðriðið viðburðina. Ísland minnir einna helst á hrjóstrugt landslag á tunglinu, umleikinn drungalegum fjöllum, svörtum söndum, einkennilegum hraunmyndum og djúpum gígum. Á öðrum stöðum eru jöklar, fossar, vatnsmiklar ár með glitrandi sprænum og víðsvegar vaxa gróðurvinjar villtar í hnöppum. Án efa gefur það allt jákvæða ímynd og kynningu fyrir landið í hinum ýmsu alþjóðlegu fjölmiðlum. Stjórnvöld og sveitarfélög eiga án efa að styðja við svona framlög til að kynna í utanríkismálum. Íslandsstofa var stofnuð til að kynna landið á vettvangi menningar og afreksgreina fyrir ferðamannaiðnaðinn. Skammt er síðan að Sjálfstæðisflokkurinn hlammaði sínu fólki í stjórnunarstöður þar innanhúss og hef ég heyrt að Íslandsstofa sé vart orðin meira en flokkurinn, flug og fiskur sem að séu landkynningin til alþjóðasamfélagsins. Það er meira en rotið. Það ætti að hreinsa allar ríkisstofnanir af þessum pólitísku ráðningum. Hlúa þarf betur að menningu, listum, menntamálum og íþróttahreyfingunni í landinu og hækka sjóði og erlent kynningarframlag vegna þeirra. Styrkir dreifist á fleiri aðila. Sjóðsreglur verða bættar og aðgengilegri allan ársins hring. Hverskyns spilling eða vanhæfi á ekki að vera liðin vegna úthlutunar á opinberum sjóðum eða úr kaupum frá opinberum stofnunum. Þegar að stríðið braust út 2003 útaf árásinni á Bandaríkin Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, heitinn þáverandi utanríkisráðherra tóku ákvörðun um stuðning við afvopnun og innrás Íraks þann 18. mars 2003. Þá ákvörðun tóku þeir án samráðs við Alþingi eða utanríkismálanefnd Alþingis. Þessi stuðningsyfirlýsing ráðherranna vakti hörð viðbrögð í samfélaginu. Þá var þjóðin andvíg því að vera á lista „hinna staðföstu þjóða“ en samkvæmt skoðanakönnun sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. mars 2003, nokkrum dögum eftir að stríðið hófst, voru 76 prósent þjóðarinnar andvíg stuðningi Íslands við stríðið. Fyrri hluta árs 2004 bárust fréttir af pyntingum og ómannúðlegri meðferð á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu. Ljósmyndir bárust af niðurlægjandi meðferð fanga og ollu þau hörð viðbrögð í vestrænum löndum og almenningsálit og stuðningur við stríðið snarféll. Gerðu ráðherrarnir það einungis til að reyna að fá varnaliðið til að vera áfram á Keflavíkurflugvelli. George Bush þáverandi forseti Bandaríkjanna nennti ekki að hlusta á ræðu Davíðs Oddssonar um hvað væri mikilvægt að hafa varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og gekk út. Með þessu framferði sínu og stríðsyfirlýsingu hafa þeir líf og örkumlun samtíðarfólks á samviskunni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Ennfremur að margra mati þá eru stríð ekkert nema skipulögð fjöldamorð frá yfirvöldum viðkomandi ríkja á saklausu fólki sem að almenningi er skipað að taka þátt í þó það séu aðrar ástæður fyrir því en réttlæti. Ísland á að halda sig fyrir utan öll hernaðaráform annarra ríkja og stuðla frekar að frið. Það ætti ekki að taka neinn þátt í stríði. Flóttamannavandi umheimsins er oft vegna styrjalda í nafni friðar Það eiga engin stríð rétt á sér og það er engin sigurvegari í stríði. Stríð eru algjörlega óþörf í dag og þau eru oftast heyjuð fyrir annað en réttlæti s.s. pólitík, menningu, trúmál, landamæri og mjög oft viðskiptahagsmuni. Oftast verða heilu borgirnar og löndin rústir einar sem að eru kannski búin að vera til í nokkur þúsund ár. Eftir að er búið að leggja löndin í rúst með tilheyrandi fjöldamorðum á saklausum borgurum þá skapast flóttamannavandi, lyfjaskortur og hungursneyð svo eitthvað sé nefnt. Oft er fólkið búið að ganga í gegnum mjög erfiða og stundum hræðilega lífreynslu eins og nauðganir, mannsal, pyntingar og annarri ómannúðlegri meðferð. Fólkið hefur oft misst ástvini sína og ætingja í svokölluðu stríði sem að eru ekkert nema fjöldamorð, oftast útaf stjórnvöldum viðkomandi landa. Innrásarríkin hafa líf þessa fólks á samviskunni. Sameinuðu þjóðirnar ættu að skylda hvert ríki sem að standa fyrir árásum á önnur lönd að taka við flóttamönnum frá viðkomandi svæðum. Einnig eru til svokallaðar draugaborgir t.d. í Kína og Mongólíu og á fleiri stöðum sem að ættu að geta tekið við mjög mörgum flóttamönnum sem að þurfa að flýja heimkynni sín vegna stríðsástands. Á Íslandi hafa stjórnvöld verið að henda þessu fólki úr landi í skjóli nætur s.s. að flytja ólétta konu, sem komin er á níunda mánuð á leið, úr landi ásamt manni hennar og tveggja ára gömlu barni. Eftir að konunni hafi blætt og sótt sér hjálp á sjúkrahúsi hafi hún verið flutt í lögreglubíl í forgangsakstri til brottflutnings úr landi. Eða þegar tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar nýverið eftir að þeir höfðu verið gabbaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi. Sjónarvottur sakaði lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. Dæmin eru ótal mörg. Þetta eru sorglegir og viðurstyggilegir kynþáttafordómar. Mannréttindi og mannfrelsi þessa fólks í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og Almennu mannréttindayfirlýsingunni eru mölbrotin. Þetta gerist í núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samankurli af ílla innrættum, sjálfhverfum og hrokafullum loddurum sem hafa ekkert fram að færa til þjóðarinnar nema sjálftöku, spillingu, niðurrif og sundrungu. Kynþáttahatur eru engan veginn góð kynning fyrir landið út á við í alþjóðasamfélaginu. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Jóhann Sigmarsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er nánast ekkert stefnumál Vinstri grænna sem hefur náð fram að ganga eða þau hafa verið svikin í stjórnarsáttmála. Eitt af þessum málum er alþjóðleg friðarhyggja. Nato hefur nú verið með æfingar undir ríkisstjórn Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra voru á leiðtogafundi Atlantshafbandalagsins (Nato) fyrir nokkrum vikum. Auðvitað höfðu ráðherrarnir sem eiga að heita í sömu ríkisstjórn nokkuð misjafna sýn á hlutverk bandalagsins og hvort Ísland eigi í raun heima þar. Það er mjög einkennandi fyrir íslensk stjórnmál að fólk getur ekki komið sér saman um neitt og allir heimta að ráða.Við aðstæður sem þessar er engu komið fram því að fólk er ekki sammála. Það sem að einkennir Alþingi er klúður, frekja, sjálftaka, yfirgangur, þröngsýni og skortur á reynslu og þekkingu. Skuldirnar hrannast upp fyrir komandi kynslóðir og auðlindum landsins okkar eru sviknar út í einkaeigu. Er það eitthvað sem að við viljum að gerist fyrir afkomendur okkar að þurfa að takast á við fámennann og óheiðarlegan landráðalýð úr fortíðinni? Ísland gæti orðið einskonar friðelskandi Tíbet norðursins Ísland er lítil þjóð. Hér eigum við öll að standa saman og gefa það góða sem okkur hefur verið gefið til komandi kynslóða. Landsflokkurinn vill setja stór mál í þjóðaratkvæðargreiðslu eins og veru Íslands í Nato, aðild Íslands að Evrópusambandinu og öðrum mikilvægum ákvörðunum sem að skipta fólkið í landinu verulegum ávinningi. Þetta eiga alls ekki að vera mál sem að eru ákveðin af meirihluta þingmanna og ráðherrum sem að einungis eru jafnvel bara þrjátíu og þrír. Þessi mál varða framtíð Íslands og hvernig sé horft á þjóðina frá alþjóðasamfélaginu. Ef að þjóðin tæki þá stefnu að segja sig úr öllu hernaðarbrölti umheimsins og úr Atlantshafbandalaginu Nato þá gæti Ísland áunnið sér að vera einskonar Tíbet norðursins. Það yrði horft á Ísland allt öðrum augum með fallegri sérstöðu. Hernaðarbrolt er með samþykki stjórnvalda vissra þjóða sem að standa í hernaði, en sjaldnast með almenningi viðkomandi landa. Oft skylda þessar þjóðir almenning í herinn fyrir föðurlandið. Það er miður gott að stjórnvöld skuli gera fólk að föðurlandssvikurum sem að ekki gegna herskyldu. Persónulega held ég að það myndi vera betra fyrir þjóðina að vera fyrir utan öll hernaðarbandalög. Það þarf að kynna landið okkar Ísland Á mínum starfsferli hef ég gert nokkrar skapandi hugmyndir að veruleika upp á eigin spítur sem að fólk út um allan heim hefur komið í samstarf við og þannig tekið verkefnin að sér. Ég hef stundum viljað fá stjórnvöld og sveitarfélög á Íslandi til að starfa með okkur að þessu, en það hefur verið ógerningur út af stjórnsýslunni. Ég lendi nánast alltaf í pattstöðu hjá sérfræðingum, ráðamönnum og innmúruðum grottnuðum kerfiskúkum frá ráðuneytunum eða ríkisstofnunum sem að ráðnir eru af stjórnum sem viðhaldnar eru af flokkunum. Eiginlega hef ég lent í þvílíku einelti af þessum stofnunum í yfir tuttugu ár. Þetta hæfileikalausa fólk er að ráðskast með sköpun annarra og að þvínga kannski afleitum hugmyndum inn í verk sem að er verið að leggja fram. Það hafa farið óteljandi vinnustundir í það að bíða eftir svörum sem svo yfirleitt eru neitanir. Flokkanir hafa í áratugi komið sínu fólki í stöður í opinberum stofnunum og það er nánast ekki hægt að kynna verkefni sín þar, nema að þú sért flokksbundinn réttu klíkunni eða passar inn í elítuna. Þetta var í mínu tilviki og margra annarra. Það er alltaf sama fólkið sem að fær allt frá opinberum sjóðum. Það er ekki vegna þess að það er hæfasta fólkið. Heldur er það vegna þess að stjórnsýslan er svo gjörspillt og úldin í öllu kerfinu hér. Þetta hefur viðgengist í áratugi svona og líka í hruninu þar sem að spillt stjórnmálafólk, embættisfólk og viðskiptaelítan fékk að rannsaka sjálfa sig. Almenningur á alveg eftir að fá réttlæti sitt af misgjörðum, sjálftökum og glæpum þessa fólks. Um ævina þá hef ég fengið neitanir sem að skipta hundruðum í kvikmyndagerð og verkefnum tengdum hönnun og listum á Íslandi. Það er ekki vegna þess að ég hef haft svo lélegar umsóknir. Það er vegna þess að hér borðar sama fólkið úr lófunum á hvort öðru og veitir sjálfum sér það sem þarf frá hinu opinbera og úr almenningssjóðum. Það einokar aðstöðuna og hleypir engum öðrum að þó það sé opinberlega fyrir alla. Ef að ég hef viljað skapa list þá hef ég alltaf haft frumkvæði. Öll þessi stjórnsýsla í gegnum tíðina hefur bara verið til að tefja fyrir eða að fá neitanir á verkefnin sem að ég hef tekið þátt í að framkvæma. Það hefur að vísu þjálfað mig upp, ef ég hef verið á þörfinni fyrir að veita verkefnunum mínum eða því sem að ég tek þátt í brautargengi. Þú þarft nánast að hlaupa í hvert einasta verklag út af fyrir sig og þannig getur þú lært af því að gera hlutinn. Þú lærir yfrleitt mest af mistökunum. Menntun í skóla er vissulega góð, en þó þú sért búinn að mennta þig lengi í einhverju fagi þá er því næst öruggt að þú ert jafnblautur á bak við eyrun að takast á við fagið og þegar að þú byrjaðir í náminu. Þig skortir reynsluna í faginu. Ekkert kemur í staðinn fyrir reynsluna við að gera hlutinn. Þetta á við stjórnmálafólk líka. Menning, íþróttir og fallega landslagið okkar Öll menning s.s. tónlist, myndlist, kvikmyndagerð og íþróttir hafa gífurlega kynningu á landinu. Þessar skapandi og afreksgreinar eru mjög góðar fyrir ferðamannaiðnaðinn. Bæði er það mjög fallegt og virðingavert fyrir Ísland út á við og eflaust gefa þær góð tækifæri fyrir það fólk sem að er viðriðið viðburðina. Ísland minnir einna helst á hrjóstrugt landslag á tunglinu, umleikinn drungalegum fjöllum, svörtum söndum, einkennilegum hraunmyndum og djúpum gígum. Á öðrum stöðum eru jöklar, fossar, vatnsmiklar ár með glitrandi sprænum og víðsvegar vaxa gróðurvinjar villtar í hnöppum. Án efa gefur það allt jákvæða ímynd og kynningu fyrir landið í hinum ýmsu alþjóðlegu fjölmiðlum. Stjórnvöld og sveitarfélög eiga án efa að styðja við svona framlög til að kynna í utanríkismálum. Íslandsstofa var stofnuð til að kynna landið á vettvangi menningar og afreksgreina fyrir ferðamannaiðnaðinn. Skammt er síðan að Sjálfstæðisflokkurinn hlammaði sínu fólki í stjórnunarstöður þar innanhúss og hef ég heyrt að Íslandsstofa sé vart orðin meira en flokkurinn, flug og fiskur sem að séu landkynningin til alþjóðasamfélagsins. Það er meira en rotið. Það ætti að hreinsa allar ríkisstofnanir af þessum pólitísku ráðningum. Hlúa þarf betur að menningu, listum, menntamálum og íþróttahreyfingunni í landinu og hækka sjóði og erlent kynningarframlag vegna þeirra. Styrkir dreifist á fleiri aðila. Sjóðsreglur verða bættar og aðgengilegri allan ársins hring. Hverskyns spilling eða vanhæfi á ekki að vera liðin vegna úthlutunar á opinberum sjóðum eða úr kaupum frá opinberum stofnunum. Þegar að stríðið braust út 2003 útaf árásinni á Bandaríkin Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, heitinn þáverandi utanríkisráðherra tóku ákvörðun um stuðning við afvopnun og innrás Íraks þann 18. mars 2003. Þá ákvörðun tóku þeir án samráðs við Alþingi eða utanríkismálanefnd Alþingis. Þessi stuðningsyfirlýsing ráðherranna vakti hörð viðbrögð í samfélaginu. Þá var þjóðin andvíg því að vera á lista „hinna staðföstu þjóða“ en samkvæmt skoðanakönnun sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. mars 2003, nokkrum dögum eftir að stríðið hófst, voru 76 prósent þjóðarinnar andvíg stuðningi Íslands við stríðið. Fyrri hluta árs 2004 bárust fréttir af pyntingum og ómannúðlegri meðferð á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu. Ljósmyndir bárust af niðurlægjandi meðferð fanga og ollu þau hörð viðbrögð í vestrænum löndum og almenningsálit og stuðningur við stríðið snarféll. Gerðu ráðherrarnir það einungis til að reyna að fá varnaliðið til að vera áfram á Keflavíkurflugvelli. George Bush þáverandi forseti Bandaríkjanna nennti ekki að hlusta á ræðu Davíðs Oddssonar um hvað væri mikilvægt að hafa varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og gekk út. Með þessu framferði sínu og stríðsyfirlýsingu hafa þeir líf og örkumlun samtíðarfólks á samviskunni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Ennfremur að margra mati þá eru stríð ekkert nema skipulögð fjöldamorð frá yfirvöldum viðkomandi ríkja á saklausu fólki sem að almenningi er skipað að taka þátt í þó það séu aðrar ástæður fyrir því en réttlæti. Ísland á að halda sig fyrir utan öll hernaðaráform annarra ríkja og stuðla frekar að frið. Það ætti ekki að taka neinn þátt í stríði. Flóttamannavandi umheimsins er oft vegna styrjalda í nafni friðar Það eiga engin stríð rétt á sér og það er engin sigurvegari í stríði. Stríð eru algjörlega óþörf í dag og þau eru oftast heyjuð fyrir annað en réttlæti s.s. pólitík, menningu, trúmál, landamæri og mjög oft viðskiptahagsmuni. Oftast verða heilu borgirnar og löndin rústir einar sem að eru kannski búin að vera til í nokkur þúsund ár. Eftir að er búið að leggja löndin í rúst með tilheyrandi fjöldamorðum á saklausum borgurum þá skapast flóttamannavandi, lyfjaskortur og hungursneyð svo eitthvað sé nefnt. Oft er fólkið búið að ganga í gegnum mjög erfiða og stundum hræðilega lífreynslu eins og nauðganir, mannsal, pyntingar og annarri ómannúðlegri meðferð. Fólkið hefur oft misst ástvini sína og ætingja í svokölluðu stríði sem að eru ekkert nema fjöldamorð, oftast útaf stjórnvöldum viðkomandi landa. Innrásarríkin hafa líf þessa fólks á samviskunni. Sameinuðu þjóðirnar ættu að skylda hvert ríki sem að standa fyrir árásum á önnur lönd að taka við flóttamönnum frá viðkomandi svæðum. Einnig eru til svokallaðar draugaborgir t.d. í Kína og Mongólíu og á fleiri stöðum sem að ættu að geta tekið við mjög mörgum flóttamönnum sem að þurfa að flýja heimkynni sín vegna stríðsástands. Á Íslandi hafa stjórnvöld verið að henda þessu fólki úr landi í skjóli nætur s.s. að flytja ólétta konu, sem komin er á níunda mánuð á leið, úr landi ásamt manni hennar og tveggja ára gömlu barni. Eftir að konunni hafi blætt og sótt sér hjálp á sjúkrahúsi hafi hún verið flutt í lögreglubíl í forgangsakstri til brottflutnings úr landi. Eða þegar tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar nýverið eftir að þeir höfðu verið gabbaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi. Sjónarvottur sakaði lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. Dæmin eru ótal mörg. Þetta eru sorglegir og viðurstyggilegir kynþáttafordómar. Mannréttindi og mannfrelsi þessa fólks í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og Almennu mannréttindayfirlýsingunni eru mölbrotin. Þetta gerist í núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samankurli af ílla innrættum, sjálfhverfum og hrokafullum loddurum sem hafa ekkert fram að færa til þjóðarinnar nema sjálftöku, spillingu, niðurrif og sundrungu. Kynþáttahatur eru engan veginn góð kynning fyrir landið út á við í alþjóðasamfélaginu. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun