Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Hilmar Harðarson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun