Að búa í samfélagi Brynjólfur Magnússon skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun