Ég er ekki ráðherra Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2021 13:01 Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun