Sjö marka sveifla milli leikja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 09:31 Breiðablik vann frábæran 7-2 sigur á ÍBV í gær. Vísir/Elín Björg Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum. ÍBV kom öllum á óvart er liðið vann sigur í fyrri leik liðanna í Eyjum þann 10. maí. Eftir að lenda 0-1 undir skoraði liðið fjögur mörk – í fyrri hálfleik – og var því 4-1 er flautað var til hálfleiks. Blikum tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 88. mínútu og óvæntur 4-2 sigur Eyjastúlkna staðreynd. Snemma leiks á Kópavogsvelli var ljóst að Breiðablik ætlaði að hefna fyrir tapið í Eyjum en Heiðdís Lillýjardóttir kom Íslandsmeisturunum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og Chloé Nicole Vande Velde tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar. Eyjastúlkur minnkuðu muninn en Heiðdís sá til þess að Breiðablik var 3-1 yfir í hálfleik. Í þeim síðari minnkuðu gestirnir aftur muninn en varamenn Blika gerðu gæfumuninn. Þær Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir breyttu einfaldlega leiknum og sáu til þess að gestirnir áttu ekki viðreisnar von. Hildur breytti stöðunni í 4-2 og Selma Sól í 5-2 skömmu síðar. Hildur var svo aftur á ferðinni áður en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir innsiglaði 7-2 sigur Breiðabliks og segja má að liðið hafi bætt upp fyrir tapið í Eyjum, að einhverju leyti. Þrátt fyrir að skora tólf mörkum meira en topplið Vals er Breiðablik enn í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðinu sem vann einkar öruggan 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í gær. Það stefnir því enn á ný í hreinan úrslitaleik milli liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þau mætast þann 13. ágúst í leik sem gæti skorið úr um hvort bikarinn endi á Hlíðarenda eða í Kópavogi. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 7-2 | Markaflóð á Kópavogsvelli Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV, 7-2, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valur og Þróttur R. mættust í Pepsi Max deild kvenna á Origo-vellinum við Hlíðarenda í kvöld. Topplið Vals var of stór biti fyrir Þróttara og niðurstaðan 6-1 sigur heimakvenna. 20. júlí 2021 23:21 „Var orðin svolítið gráðug“ Heiðdís Lillýjardóttir skoraði tvö mörk þegar Breiðablik sigraði ÍBV, 7-2, í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:26 Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
ÍBV kom öllum á óvart er liðið vann sigur í fyrri leik liðanna í Eyjum þann 10. maí. Eftir að lenda 0-1 undir skoraði liðið fjögur mörk – í fyrri hálfleik – og var því 4-1 er flautað var til hálfleiks. Blikum tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 88. mínútu og óvæntur 4-2 sigur Eyjastúlkna staðreynd. Snemma leiks á Kópavogsvelli var ljóst að Breiðablik ætlaði að hefna fyrir tapið í Eyjum en Heiðdís Lillýjardóttir kom Íslandsmeisturunum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og Chloé Nicole Vande Velde tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar. Eyjastúlkur minnkuðu muninn en Heiðdís sá til þess að Breiðablik var 3-1 yfir í hálfleik. Í þeim síðari minnkuðu gestirnir aftur muninn en varamenn Blika gerðu gæfumuninn. Þær Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir breyttu einfaldlega leiknum og sáu til þess að gestirnir áttu ekki viðreisnar von. Hildur breytti stöðunni í 4-2 og Selma Sól í 5-2 skömmu síðar. Hildur var svo aftur á ferðinni áður en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir innsiglaði 7-2 sigur Breiðabliks og segja má að liðið hafi bætt upp fyrir tapið í Eyjum, að einhverju leyti. Þrátt fyrir að skora tólf mörkum meira en topplið Vals er Breiðablik enn í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðinu sem vann einkar öruggan 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í gær. Það stefnir því enn á ný í hreinan úrslitaleik milli liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þau mætast þann 13. ágúst í leik sem gæti skorið úr um hvort bikarinn endi á Hlíðarenda eða í Kópavogi. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 7-2 | Markaflóð á Kópavogsvelli Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV, 7-2, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valur og Þróttur R. mættust í Pepsi Max deild kvenna á Origo-vellinum við Hlíðarenda í kvöld. Topplið Vals var of stór biti fyrir Þróttara og niðurstaðan 6-1 sigur heimakvenna. 20. júlí 2021 23:21 „Var orðin svolítið gráðug“ Heiðdís Lillýjardóttir skoraði tvö mörk þegar Breiðablik sigraði ÍBV, 7-2, í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:26 Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 7-2 | Markaflóð á Kópavogsvelli Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV, 7-2, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valur og Þróttur R. mættust í Pepsi Max deild kvenna á Origo-vellinum við Hlíðarenda í kvöld. Topplið Vals var of stór biti fyrir Þróttara og niðurstaðan 6-1 sigur heimakvenna. 20. júlí 2021 23:21
„Var orðin svolítið gráðug“ Heiðdís Lillýjardóttir skoraði tvö mörk þegar Breiðablik sigraði ÍBV, 7-2, í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:26
Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn