Sjö marka sveifla milli leikja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 09:31 Breiðablik vann frábæran 7-2 sigur á ÍBV í gær. Vísir/Elín Björg Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum. ÍBV kom öllum á óvart er liðið vann sigur í fyrri leik liðanna í Eyjum þann 10. maí. Eftir að lenda 0-1 undir skoraði liðið fjögur mörk – í fyrri hálfleik – og var því 4-1 er flautað var til hálfleiks. Blikum tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 88. mínútu og óvæntur 4-2 sigur Eyjastúlkna staðreynd. Snemma leiks á Kópavogsvelli var ljóst að Breiðablik ætlaði að hefna fyrir tapið í Eyjum en Heiðdís Lillýjardóttir kom Íslandsmeisturunum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og Chloé Nicole Vande Velde tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar. Eyjastúlkur minnkuðu muninn en Heiðdís sá til þess að Breiðablik var 3-1 yfir í hálfleik. Í þeim síðari minnkuðu gestirnir aftur muninn en varamenn Blika gerðu gæfumuninn. Þær Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir breyttu einfaldlega leiknum og sáu til þess að gestirnir áttu ekki viðreisnar von. Hildur breytti stöðunni í 4-2 og Selma Sól í 5-2 skömmu síðar. Hildur var svo aftur á ferðinni áður en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir innsiglaði 7-2 sigur Breiðabliks og segja má að liðið hafi bætt upp fyrir tapið í Eyjum, að einhverju leyti. Þrátt fyrir að skora tólf mörkum meira en topplið Vals er Breiðablik enn í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðinu sem vann einkar öruggan 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í gær. Það stefnir því enn á ný í hreinan úrslitaleik milli liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þau mætast þann 13. ágúst í leik sem gæti skorið úr um hvort bikarinn endi á Hlíðarenda eða í Kópavogi. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 7-2 | Markaflóð á Kópavogsvelli Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV, 7-2, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valur og Þróttur R. mættust í Pepsi Max deild kvenna á Origo-vellinum við Hlíðarenda í kvöld. Topplið Vals var of stór biti fyrir Þróttara og niðurstaðan 6-1 sigur heimakvenna. 20. júlí 2021 23:21 „Var orðin svolítið gráðug“ Heiðdís Lillýjardóttir skoraði tvö mörk þegar Breiðablik sigraði ÍBV, 7-2, í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:26 Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
ÍBV kom öllum á óvart er liðið vann sigur í fyrri leik liðanna í Eyjum þann 10. maí. Eftir að lenda 0-1 undir skoraði liðið fjögur mörk – í fyrri hálfleik – og var því 4-1 er flautað var til hálfleiks. Blikum tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 88. mínútu og óvæntur 4-2 sigur Eyjastúlkna staðreynd. Snemma leiks á Kópavogsvelli var ljóst að Breiðablik ætlaði að hefna fyrir tapið í Eyjum en Heiðdís Lillýjardóttir kom Íslandsmeisturunum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og Chloé Nicole Vande Velde tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar. Eyjastúlkur minnkuðu muninn en Heiðdís sá til þess að Breiðablik var 3-1 yfir í hálfleik. Í þeim síðari minnkuðu gestirnir aftur muninn en varamenn Blika gerðu gæfumuninn. Þær Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir breyttu einfaldlega leiknum og sáu til þess að gestirnir áttu ekki viðreisnar von. Hildur breytti stöðunni í 4-2 og Selma Sól í 5-2 skömmu síðar. Hildur var svo aftur á ferðinni áður en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir innsiglaði 7-2 sigur Breiðabliks og segja má að liðið hafi bætt upp fyrir tapið í Eyjum, að einhverju leyti. Þrátt fyrir að skora tólf mörkum meira en topplið Vals er Breiðablik enn í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðinu sem vann einkar öruggan 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í gær. Það stefnir því enn á ný í hreinan úrslitaleik milli liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þau mætast þann 13. ágúst í leik sem gæti skorið úr um hvort bikarinn endi á Hlíðarenda eða í Kópavogi. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 7-2 | Markaflóð á Kópavogsvelli Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV, 7-2, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valur og Þróttur R. mættust í Pepsi Max deild kvenna á Origo-vellinum við Hlíðarenda í kvöld. Topplið Vals var of stór biti fyrir Þróttara og niðurstaðan 6-1 sigur heimakvenna. 20. júlí 2021 23:21 „Var orðin svolítið gráðug“ Heiðdís Lillýjardóttir skoraði tvö mörk þegar Breiðablik sigraði ÍBV, 7-2, í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:26 Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 7-2 | Markaflóð á Kópavogsvelli Breiðablik vann öruggan sigur á ÍBV, 7-2, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valur og Þróttur R. mættust í Pepsi Max deild kvenna á Origo-vellinum við Hlíðarenda í kvöld. Topplið Vals var of stór biti fyrir Þróttara og niðurstaðan 6-1 sigur heimakvenna. 20. júlí 2021 23:21
„Var orðin svolítið gráðug“ Heiðdís Lillýjardóttir skoraði tvö mörk þegar Breiðablik sigraði ÍBV, 7-2, í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:26
Arna Sif: Við erum svekktar Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 20. júlí 2021 20:23