Eru orð til alls fryst? Birgir Birgisson skrifar 18. júlí 2021 09:02 Í heimi þar sem fjölmiðlun er orðið loðið hugtak og í raun getur hver sem er dreift hverju sem er um allan heim á augabragði, er full ástæða til að beina athyglinni að því hvernig fréttir eru skrifaðar og hvernig er sagt frá atburðum daglegs lífs. Orð og orðalag skipta máli. Það hefur til dæmis töluverð áhrif og getur jafnvel haft mótandi áhrif á skoðanir fólks hvernig fjölmiðlar segja frá atburðum líðandi stundar. Í mörg ár og jafnvel áratugi höfum við heyrt og lesið fréttir af náinni framtíð þar sem sjálfkeyrandi ökutæki svífa um borgir og bæi. Hins vegar mætti halda, þegar fólk les íslenskar fréttir af hversdagslegum umferðarslysum og árekstrum, að innreið sjálfkeyrandi ökutækja sé fyrir löngu hafin. Nánast daglega birtast fréttir þar sem sagt er frá bílum sem rákust á, bifreiðum sem hafi oltið eða ekið út fyrir veg. Í fæstum tilvikum kemur fram að bifreiðum er oftast, næstum alltaf, stjórnað af manneskju sem hugsanlega ber einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Hvergi sést þessi tilhneiging betur en þegar svo óheppilega vill til að óvarinn vegfarandi “verður fyrir” bifreið. Hvort sem um er að ræða gangandi eða hjólandi vegfaranda er iðulega talað um að “hjólreiðamaður hafi orðið fyrir bifreið” eða “gangandi hafi lent fyrir bíl”. Í því samhengi er nánast eins og óvarði vegfarandinn sé gerandinn, sá sem hafi valið að “vera fyrir” eða á einhvern hátt valdið óhappinu. Það eru meira að segja til nýleg dæmi um fyrirsagnir þar sem talað er um að barn hafi “orðið fyrir bifreið á gangbraut”. Í nær öllum slíkum tilvikum verður óhappið sannanlega vegna þess að bílstjóri ók bifreið sinni ekki með þeirri athygli og varkárni sem aksturinn krefst, hvort sem það gerðist af ásetningi, hreinni óheppni eða einhverjum öðrum ástæðum. Nú kann einhverjum að finnast þetta smámunasemi og hártoganir, að finnast það skipta máli hvort talað sé um bíla eða bílstjóra, eða hvort gefið sé í skyn að þolandinn beri ábyrgðina á því sem gerðist. Til að átta okkur betur á því hversu öfugsnúið þetta er gæti verið gagnlegt að heimfæra aðstæðurnar á einhver annars konar tilvik. Getum við t.d. séð fyrir okkur frétt með fyrirsögninni “Bargestur braut glas með andlitinu” eða “Húsmóðir varð fyrir krepptum hnefa”? Meðvirknin með ofríki ökutækjanna er orðin svo alvarleg að fólki þykir almennt sjálfsagt að sleppa því að minnast á ábyrgð bílstjóra þegar alvarleg óhöpp gerast. Og það er jafnvel í alvarlegustu slysunum að meðvirknin er mest, þegar fólk forðast að staðsetja ábyrgðina einmitt af því slysið hafði alvarlegar afleiðingar. Nýlega birtist frétt á vefsíðu mbl.is þar sem sagt var frá því að um helmingur allra alvarlegra slysa sem henda börn á reiðhjólum verða vegna þess að ekið er á þau. Einungis fjórðungur slíkra slysa verða þegar börn detta eða slasa sig sjálf á einhvern hátt. Hjá fullorðnu hjólreiðafólki er þessu þveröfugt farið. Þar er algengast að fólk valdi sjálft tjóninu og meiðslunum, en það er sem betur fer mun sjaldgæfara að hjólreiðafólki “verði fyrir” bifreið. Það skýrir sig vonandi sjálft að þessi munur gerist bara af einni ástæðu. Þeir sem ekki hafa aldur eða þroska til að “passa sig á bílunum” verða einfaldlega fyrir þeim. Af því krafan á bílstjórana að aka af varkárni er varla til staðar. Nú þegar stærsta ferðahelgi ársins er framundan væri það óskandi að þeir sem bera ábyrgð á umfjöllun fjölmiðla um umferðarslys og önnur alvarleg óhöpp myndu skoða svolítið betur hvernig sú umfjöllun fer fram. Það skiptir máli að bílstjórar verði meðvitaðir um ábyrgð sína þegar tveggja tonna ökutæki er rennt yfir gangbraut eða framhjá leiksvæði. Ef fréttir af slysum gera engan ábyrgan fyrir slysinu sofnar fólk á verðinum, eins og virðist því miður vera orðin föst hefð í flestum íslenskum fjölmiðlum. Orðalag skiptir máli, eins og fyrirsögnin á þessu greinarkorni sýnir, þar sem leiðinlegri innsláttarvillu var viljandi laumað inn og er eflaust enn að trufla einhverja lesendur. Ef þolandanum í umferðarslysinu, barninu á hjólinu, er gerð upp einhvers konar ábyrgð á slíku atviki festir það þá ranghugmynd í sessi og í huga flestra að börn eigi að “passa sig á bílunum”. En við vitum vonandi öll að hið rétta er að bílstjórum ber að fara varlega nærri börnum. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem fjölmiðlun er orðið loðið hugtak og í raun getur hver sem er dreift hverju sem er um allan heim á augabragði, er full ástæða til að beina athyglinni að því hvernig fréttir eru skrifaðar og hvernig er sagt frá atburðum daglegs lífs. Orð og orðalag skipta máli. Það hefur til dæmis töluverð áhrif og getur jafnvel haft mótandi áhrif á skoðanir fólks hvernig fjölmiðlar segja frá atburðum líðandi stundar. Í mörg ár og jafnvel áratugi höfum við heyrt og lesið fréttir af náinni framtíð þar sem sjálfkeyrandi ökutæki svífa um borgir og bæi. Hins vegar mætti halda, þegar fólk les íslenskar fréttir af hversdagslegum umferðarslysum og árekstrum, að innreið sjálfkeyrandi ökutækja sé fyrir löngu hafin. Nánast daglega birtast fréttir þar sem sagt er frá bílum sem rákust á, bifreiðum sem hafi oltið eða ekið út fyrir veg. Í fæstum tilvikum kemur fram að bifreiðum er oftast, næstum alltaf, stjórnað af manneskju sem hugsanlega ber einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Hvergi sést þessi tilhneiging betur en þegar svo óheppilega vill til að óvarinn vegfarandi “verður fyrir” bifreið. Hvort sem um er að ræða gangandi eða hjólandi vegfaranda er iðulega talað um að “hjólreiðamaður hafi orðið fyrir bifreið” eða “gangandi hafi lent fyrir bíl”. Í því samhengi er nánast eins og óvarði vegfarandinn sé gerandinn, sá sem hafi valið að “vera fyrir” eða á einhvern hátt valdið óhappinu. Það eru meira að segja til nýleg dæmi um fyrirsagnir þar sem talað er um að barn hafi “orðið fyrir bifreið á gangbraut”. Í nær öllum slíkum tilvikum verður óhappið sannanlega vegna þess að bílstjóri ók bifreið sinni ekki með þeirri athygli og varkárni sem aksturinn krefst, hvort sem það gerðist af ásetningi, hreinni óheppni eða einhverjum öðrum ástæðum. Nú kann einhverjum að finnast þetta smámunasemi og hártoganir, að finnast það skipta máli hvort talað sé um bíla eða bílstjóra, eða hvort gefið sé í skyn að þolandinn beri ábyrgðina á því sem gerðist. Til að átta okkur betur á því hversu öfugsnúið þetta er gæti verið gagnlegt að heimfæra aðstæðurnar á einhver annars konar tilvik. Getum við t.d. séð fyrir okkur frétt með fyrirsögninni “Bargestur braut glas með andlitinu” eða “Húsmóðir varð fyrir krepptum hnefa”? Meðvirknin með ofríki ökutækjanna er orðin svo alvarleg að fólki þykir almennt sjálfsagt að sleppa því að minnast á ábyrgð bílstjóra þegar alvarleg óhöpp gerast. Og það er jafnvel í alvarlegustu slysunum að meðvirknin er mest, þegar fólk forðast að staðsetja ábyrgðina einmitt af því slysið hafði alvarlegar afleiðingar. Nýlega birtist frétt á vefsíðu mbl.is þar sem sagt var frá því að um helmingur allra alvarlegra slysa sem henda börn á reiðhjólum verða vegna þess að ekið er á þau. Einungis fjórðungur slíkra slysa verða þegar börn detta eða slasa sig sjálf á einhvern hátt. Hjá fullorðnu hjólreiðafólki er þessu þveröfugt farið. Þar er algengast að fólk valdi sjálft tjóninu og meiðslunum, en það er sem betur fer mun sjaldgæfara að hjólreiðafólki “verði fyrir” bifreið. Það skýrir sig vonandi sjálft að þessi munur gerist bara af einni ástæðu. Þeir sem ekki hafa aldur eða þroska til að “passa sig á bílunum” verða einfaldlega fyrir þeim. Af því krafan á bílstjórana að aka af varkárni er varla til staðar. Nú þegar stærsta ferðahelgi ársins er framundan væri það óskandi að þeir sem bera ábyrgð á umfjöllun fjölmiðla um umferðarslys og önnur alvarleg óhöpp myndu skoða svolítið betur hvernig sú umfjöllun fer fram. Það skiptir máli að bílstjórar verði meðvitaðir um ábyrgð sína þegar tveggja tonna ökutæki er rennt yfir gangbraut eða framhjá leiksvæði. Ef fréttir af slysum gera engan ábyrgan fyrir slysinu sofnar fólk á verðinum, eins og virðist því miður vera orðin föst hefð í flestum íslenskum fjölmiðlum. Orðalag skiptir máli, eins og fyrirsögnin á þessu greinarkorni sýnir, þar sem leiðinlegri innsláttarvillu var viljandi laumað inn og er eflaust enn að trufla einhverja lesendur. Ef þolandanum í umferðarslysinu, barninu á hjólinu, er gerð upp einhvers konar ábyrgð á slíku atviki festir það þá ranghugmynd í sessi og í huga flestra að börn eigi að “passa sig á bílunum”. En við vitum vonandi öll að hið rétta er að bílstjórum ber að fara varlega nærri börnum. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun