Eru orð til alls fryst? Birgir Birgisson skrifar 18. júlí 2021 09:02 Í heimi þar sem fjölmiðlun er orðið loðið hugtak og í raun getur hver sem er dreift hverju sem er um allan heim á augabragði, er full ástæða til að beina athyglinni að því hvernig fréttir eru skrifaðar og hvernig er sagt frá atburðum daglegs lífs. Orð og orðalag skipta máli. Það hefur til dæmis töluverð áhrif og getur jafnvel haft mótandi áhrif á skoðanir fólks hvernig fjölmiðlar segja frá atburðum líðandi stundar. Í mörg ár og jafnvel áratugi höfum við heyrt og lesið fréttir af náinni framtíð þar sem sjálfkeyrandi ökutæki svífa um borgir og bæi. Hins vegar mætti halda, þegar fólk les íslenskar fréttir af hversdagslegum umferðarslysum og árekstrum, að innreið sjálfkeyrandi ökutækja sé fyrir löngu hafin. Nánast daglega birtast fréttir þar sem sagt er frá bílum sem rákust á, bifreiðum sem hafi oltið eða ekið út fyrir veg. Í fæstum tilvikum kemur fram að bifreiðum er oftast, næstum alltaf, stjórnað af manneskju sem hugsanlega ber einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Hvergi sést þessi tilhneiging betur en þegar svo óheppilega vill til að óvarinn vegfarandi “verður fyrir” bifreið. Hvort sem um er að ræða gangandi eða hjólandi vegfaranda er iðulega talað um að “hjólreiðamaður hafi orðið fyrir bifreið” eða “gangandi hafi lent fyrir bíl”. Í því samhengi er nánast eins og óvarði vegfarandinn sé gerandinn, sá sem hafi valið að “vera fyrir” eða á einhvern hátt valdið óhappinu. Það eru meira að segja til nýleg dæmi um fyrirsagnir þar sem talað er um að barn hafi “orðið fyrir bifreið á gangbraut”. Í nær öllum slíkum tilvikum verður óhappið sannanlega vegna þess að bílstjóri ók bifreið sinni ekki með þeirri athygli og varkárni sem aksturinn krefst, hvort sem það gerðist af ásetningi, hreinni óheppni eða einhverjum öðrum ástæðum. Nú kann einhverjum að finnast þetta smámunasemi og hártoganir, að finnast það skipta máli hvort talað sé um bíla eða bílstjóra, eða hvort gefið sé í skyn að þolandinn beri ábyrgðina á því sem gerðist. Til að átta okkur betur á því hversu öfugsnúið þetta er gæti verið gagnlegt að heimfæra aðstæðurnar á einhver annars konar tilvik. Getum við t.d. séð fyrir okkur frétt með fyrirsögninni “Bargestur braut glas með andlitinu” eða “Húsmóðir varð fyrir krepptum hnefa”? Meðvirknin með ofríki ökutækjanna er orðin svo alvarleg að fólki þykir almennt sjálfsagt að sleppa því að minnast á ábyrgð bílstjóra þegar alvarleg óhöpp gerast. Og það er jafnvel í alvarlegustu slysunum að meðvirknin er mest, þegar fólk forðast að staðsetja ábyrgðina einmitt af því slysið hafði alvarlegar afleiðingar. Nýlega birtist frétt á vefsíðu mbl.is þar sem sagt var frá því að um helmingur allra alvarlegra slysa sem henda börn á reiðhjólum verða vegna þess að ekið er á þau. Einungis fjórðungur slíkra slysa verða þegar börn detta eða slasa sig sjálf á einhvern hátt. Hjá fullorðnu hjólreiðafólki er þessu þveröfugt farið. Þar er algengast að fólk valdi sjálft tjóninu og meiðslunum, en það er sem betur fer mun sjaldgæfara að hjólreiðafólki “verði fyrir” bifreið. Það skýrir sig vonandi sjálft að þessi munur gerist bara af einni ástæðu. Þeir sem ekki hafa aldur eða þroska til að “passa sig á bílunum” verða einfaldlega fyrir þeim. Af því krafan á bílstjórana að aka af varkárni er varla til staðar. Nú þegar stærsta ferðahelgi ársins er framundan væri það óskandi að þeir sem bera ábyrgð á umfjöllun fjölmiðla um umferðarslys og önnur alvarleg óhöpp myndu skoða svolítið betur hvernig sú umfjöllun fer fram. Það skiptir máli að bílstjórar verði meðvitaðir um ábyrgð sína þegar tveggja tonna ökutæki er rennt yfir gangbraut eða framhjá leiksvæði. Ef fréttir af slysum gera engan ábyrgan fyrir slysinu sofnar fólk á verðinum, eins og virðist því miður vera orðin föst hefð í flestum íslenskum fjölmiðlum. Orðalag skiptir máli, eins og fyrirsögnin á þessu greinarkorni sýnir, þar sem leiðinlegri innsláttarvillu var viljandi laumað inn og er eflaust enn að trufla einhverja lesendur. Ef þolandanum í umferðarslysinu, barninu á hjólinu, er gerð upp einhvers konar ábyrgð á slíku atviki festir það þá ranghugmynd í sessi og í huga flestra að börn eigi að “passa sig á bílunum”. En við vitum vonandi öll að hið rétta er að bílstjórum ber að fara varlega nærri börnum. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem fjölmiðlun er orðið loðið hugtak og í raun getur hver sem er dreift hverju sem er um allan heim á augabragði, er full ástæða til að beina athyglinni að því hvernig fréttir eru skrifaðar og hvernig er sagt frá atburðum daglegs lífs. Orð og orðalag skipta máli. Það hefur til dæmis töluverð áhrif og getur jafnvel haft mótandi áhrif á skoðanir fólks hvernig fjölmiðlar segja frá atburðum líðandi stundar. Í mörg ár og jafnvel áratugi höfum við heyrt og lesið fréttir af náinni framtíð þar sem sjálfkeyrandi ökutæki svífa um borgir og bæi. Hins vegar mætti halda, þegar fólk les íslenskar fréttir af hversdagslegum umferðarslysum og árekstrum, að innreið sjálfkeyrandi ökutækja sé fyrir löngu hafin. Nánast daglega birtast fréttir þar sem sagt er frá bílum sem rákust á, bifreiðum sem hafi oltið eða ekið út fyrir veg. Í fæstum tilvikum kemur fram að bifreiðum er oftast, næstum alltaf, stjórnað af manneskju sem hugsanlega ber einhverja ábyrgð á því sem gerðist. Hvergi sést þessi tilhneiging betur en þegar svo óheppilega vill til að óvarinn vegfarandi “verður fyrir” bifreið. Hvort sem um er að ræða gangandi eða hjólandi vegfaranda er iðulega talað um að “hjólreiðamaður hafi orðið fyrir bifreið” eða “gangandi hafi lent fyrir bíl”. Í því samhengi er nánast eins og óvarði vegfarandinn sé gerandinn, sá sem hafi valið að “vera fyrir” eða á einhvern hátt valdið óhappinu. Það eru meira að segja til nýleg dæmi um fyrirsagnir þar sem talað er um að barn hafi “orðið fyrir bifreið á gangbraut”. Í nær öllum slíkum tilvikum verður óhappið sannanlega vegna þess að bílstjóri ók bifreið sinni ekki með þeirri athygli og varkárni sem aksturinn krefst, hvort sem það gerðist af ásetningi, hreinni óheppni eða einhverjum öðrum ástæðum. Nú kann einhverjum að finnast þetta smámunasemi og hártoganir, að finnast það skipta máli hvort talað sé um bíla eða bílstjóra, eða hvort gefið sé í skyn að þolandinn beri ábyrgðina á því sem gerðist. Til að átta okkur betur á því hversu öfugsnúið þetta er gæti verið gagnlegt að heimfæra aðstæðurnar á einhver annars konar tilvik. Getum við t.d. séð fyrir okkur frétt með fyrirsögninni “Bargestur braut glas með andlitinu” eða “Húsmóðir varð fyrir krepptum hnefa”? Meðvirknin með ofríki ökutækjanna er orðin svo alvarleg að fólki þykir almennt sjálfsagt að sleppa því að minnast á ábyrgð bílstjóra þegar alvarleg óhöpp gerast. Og það er jafnvel í alvarlegustu slysunum að meðvirknin er mest, þegar fólk forðast að staðsetja ábyrgðina einmitt af því slysið hafði alvarlegar afleiðingar. Nýlega birtist frétt á vefsíðu mbl.is þar sem sagt var frá því að um helmingur allra alvarlegra slysa sem henda börn á reiðhjólum verða vegna þess að ekið er á þau. Einungis fjórðungur slíkra slysa verða þegar börn detta eða slasa sig sjálf á einhvern hátt. Hjá fullorðnu hjólreiðafólki er þessu þveröfugt farið. Þar er algengast að fólk valdi sjálft tjóninu og meiðslunum, en það er sem betur fer mun sjaldgæfara að hjólreiðafólki “verði fyrir” bifreið. Það skýrir sig vonandi sjálft að þessi munur gerist bara af einni ástæðu. Þeir sem ekki hafa aldur eða þroska til að “passa sig á bílunum” verða einfaldlega fyrir þeim. Af því krafan á bílstjórana að aka af varkárni er varla til staðar. Nú þegar stærsta ferðahelgi ársins er framundan væri það óskandi að þeir sem bera ábyrgð á umfjöllun fjölmiðla um umferðarslys og önnur alvarleg óhöpp myndu skoða svolítið betur hvernig sú umfjöllun fer fram. Það skiptir máli að bílstjórar verði meðvitaðir um ábyrgð sína þegar tveggja tonna ökutæki er rennt yfir gangbraut eða framhjá leiksvæði. Ef fréttir af slysum gera engan ábyrgan fyrir slysinu sofnar fólk á verðinum, eins og virðist því miður vera orðin föst hefð í flestum íslenskum fjölmiðlum. Orðalag skiptir máli, eins og fyrirsögnin á þessu greinarkorni sýnir, þar sem leiðinlegri innsláttarvillu var viljandi laumað inn og er eflaust enn að trufla einhverja lesendur. Ef þolandanum í umferðarslysinu, barninu á hjólinu, er gerð upp einhvers konar ábyrgð á slíku atviki festir það þá ranghugmynd í sessi og í huga flestra að börn eigi að “passa sig á bílunum”. En við vitum vonandi öll að hið rétta er að bílstjórum ber að fara varlega nærri börnum. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun