Betra fyrir barnafólk Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. júlí 2021 12:32 Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri. Og það er ekkert skrítið því samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar byrja barnabæturnar að skerðast við lágmarkslaun með þeim afleiðingum að einstaklingar sem eru með rúmar 600 þúsund krónur á mánuði fá ekkert. Auk þess eru bæturnar greiddar út fjórum sinnum á ári en ekki mánaðarlega og verða því ekki eðlilegur partur af mánaðarlegum rekstri heimilisins. Ef barnabætur yrðu greiddar út mánaðarlega þá væru þær óskertar 31.208 kr á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.225 kr til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 54.475 kr á mánuði hjá sambúðarfólki en 77.625 kr hjá einstæðum foreldrum. Ungt barnafólk sem er að hefja sinn feril á vinnumarkaði er gjarnan um leið að koma sér þaki yfir höfuðið. Kostnaðurinn við þarfir barnanna, fæði, klæði og tómstundir, bætist þar við. Og fyrir vikið verður álagið enn meira á fjölskyldurnar eða þá að barneignum er frestað. Norræn velferð Eitt af einkennum norræns velferðarkerfis er langtímafjárfesting í menntun, heilsugæslu og umönnun barna – framtíðarfjárfesting í fólki. Í norrænu velferðarríkjunum eru barnabætur hvergi tekjutengdar nema í Danmörku, en þar hefjast skerðingar við mjög háar tekjur. ,,Þetta er alltof dýrt“ segja íhaldsflokkarnir. Ef við tækjum það skref á næsta kjörtímabili að einstaklingar með 600 þúsund krónur á mánuði fái óskertar barnabætur þá þyrftum við að auka framlögin um 9 milljarða króna á ári. Ríkisstjórnin ákvað að lækka skatta á banka og breyta skattstofni fjármagnstekna sem kostaði álíka upphæð fyrir ríkissjóð. Þetta er allt spurning um forgangsröðun stjórnvalda. Við í Samfylkingunni röðum barnafólki framar. Ég hef sem þingmaður lagt fram óteljandi tillögur um betri kjör fyrir barnafólk. Flestar hafa verið felldar. Ég nýtti tækifærið þegar ég var fjármálaráðherra 2012 og sá til þess að barnabætur hækkuðu um 30% á milli ára. Fleiri ungar fjölskyldur fengu þá bætur en nú. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem tók við, vildu frekar lækka veiðigjöldin en hækka barnabætur að því sem gerist í norrænum velferðarríkjum. Núverandi ríkisstjórn fylgir sömu stefnu. Það þarf að gera betur fyrir barnafólk. En til þess þarf nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun