Hin meðvirku Svala Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 14:31 Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er kona. Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu skólafélaga og vinnufélaga. Ég hef upplifað að aðili sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín. Ég hef upplifað kynferðislegt ofbeldi sem var kært til lögreglu, en málið var á endanum fellt niður. Ekkert af þessu er í sjálfu sér óvenjulegt. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr vísindarannsókn Háskóla Íslands um áfallasögu kvenna, hafa fjórar af hverjum tíu konum sem tóku þátt í rannsókninni upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi á lífsleiðinni. Þar af hafa fleiri en þrjár af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur nærri þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni á vinnustað einhvern tímann á ævinni. Aðeins tíu prósent kæra Aðeins lítið brot kynferðisbrota er kært til lögreglu. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% þolenda sem leita til samtakana brotin til lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta eru nokkur hundruð kynferðisbrot kærð á hverju ári hérlendis og mikill meirihluti brotaþola er konur. Meirihluti málanna endar með því að málið er fellt niður. Þannig eru miklar líkur á því að þeir sem nauðga eða áreita fólk kynferðislega á Íslandi komist upp með það, jafnvel aftur og aftur. Líkurnar eru einfaldlega þeim í hag. Undanfarnar vikur hefur önnur bylgja #metoo-byltingarinnar haft víðtæk áhrif á samfélagið. Ungar stúlkur og konur hafa stigið fram á samfélagsmiðlum, sumar undir nafni en aðrar nafnlaust, og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Öfugt við fyrstu metoo-bylgjuna hefur þessi umræða ekki farið fram í lokuðum hópum, heldur fyrir opnum tjöldum á netinu. Sögurnar eru margar, en mesta athygli hafa vakið frásagnir um landsþekkta menn sem margar stúlkur og konur saka um ofbeldi og áreitni. Hafa sumir þeirra neyðst til að biðjast afsökunar, á meðan aðrir hafa hótað málsókn. Litlar líkur á réttlæti Flest erum við sammála um mikilvægi þess að uppræta kynferðislegt ofbeldi, í það minnsta í orði. Við vitum líka að ofbeldi gegn konum viðgengst enn í ríkum mæli og að það er erfitt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu í þessum málum. Einmitt þess vegna finna margar stúlkur og konur sig knúnar til þess að segja sögu sína á samfélagsmiðlum. Þær vita sem er, að litlar líkur eru á því að þær nái fram réttlæti með aðstoð lögreglu eða dómstóla. Ungar stúlkur og konur sætta sig ekki lengur við það sem mín kynslóð og fyrri kynslóðir sættu sig við nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust. Þær krefjast þess að á þær sé hlustað. Þær vilja að þeir sem stunda það að áreita og nauðga þurfi að svara fyrir gerðir sínar. Einhver gæti haldið að fólk myndi almennt fagna því að sjá þennan kraft og réttlætiskennd hjá ungu konunum okkar, en því fer fjarri. Meðvirknin er allsráðandi Í stað þess að fagna opnari umræðu og kjarki ungu kynslóðarinnar, eru mörg okkar sem eldri erum enn föst í gerendameðvirkni. Karlar og konur keppast við að vorkenna vesalings drengjunum, sem þó eru fullorðnir karlmenn og sumir á fertugs- og fimmtugsaldri. Kvartað er undan útskúfunarmenningu, dómstóli götunnar og aftökum án dóms og laga, þó að í flestum tilvikum hafi ekkert gerst, annað en að umræddir menn hafa kannski misst af einstaka verkefnum. Staðreyndin er sú að menn hafa hingað til komist upp með kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi án mikilla afleiðinga hér á landi. Maður getur til dæmis átt farsælan feril sem leikari áratugum saman, þrátt fyrir dóm vegna hrottalegrar nauðgunar. Sá sem næst á myndband við að káfa á unglingsstelpu í óþökk hennar, getur gert grín að öllu saman og þjóðin flykkist á uppistandið. Þeir sem eru þekktir fyrir að nauðga stelpum undir lögaldri, hafa flestir getað haldið áfram í námi og starfi eins og ekkert hafi í skorist. Heilu sveitarfélögin hafa staðið að undirskriftasöfnun til stuðnings dæmdum nauðgara. Meðvirknin er allsráðandi. Alvarlegar afleiðingar Afleiðingarnar fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru oftast miklu alvarlegri. Margar hafa flosnað upp úr námi, hrakist úr starfi, flutt frá heimabæ sínum og jafnvel flúið land. Þær upplifa skömm, sektarkennd, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað, sem getur haft áhrif á allt þeirra líf. Þá eru ótaldar þær sem ekki lifðu ofbeldið af, þar á meðal þær sem tóku eigið líf. Þegar þær sem lifðu af ákveða að skila skömminni svarar fullorðna fólkið þeim með skætingi. Af hverju sagðir þú ekki frá þessu fyrr? Af hverju kærðir þú ekki? Ertu ekki bara athyglissjúk, hefnigjörn eða bitur kona sem hann vildi ekki? Við þurfum að hætta að vera í afneitun. Við þurfum að hætta að vera meðvirk með þeim sem brjóta á öðrum. Við þurfum að hætta að vera skíthrædd við meinta útskúfun ofbeldismanna. Við getum lært mikið af ungu konunum okkar, sem sýna bæði hugrekki og réttlætiskennd með því að sætta sig ekki lengur við að þjást í þögninni. Við getum líka lært af þeim ungu körlum, sem ekki taka lengur þátt í þöggun og nauðgunarmenningu. Okkar hlutverk er að hlusta á unga fólkið í stað þess að detta í vörn og meðvirkni. Höfundur er grunnskólakennari og móðir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun