Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 10:21 Af tæplega tuttugu maurategundum sem hafa fundist á íslandi eru fjórar taldar hafa náð fótfestu. Getty Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr. Dýr Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr.
Dýr Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira