Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 10:21 Af tæplega tuttugu maurategundum sem hafa fundist á íslandi eru fjórar taldar hafa náð fótfestu. Getty Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr. Dýr Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr.
Dýr Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira