Öryggi og notkun rafbíla Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 08:01 Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar