Mitt eigið ferðaheit Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2021 11:30 Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun