Tækifæri til breytinga Guðbrandur Einarsson skrifar 29. júní 2021 07:00 Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær. Eitt er þó víst að hvert sem fyrirkomulagið er þá er aldrei hægt að gera svo að öllum líki. Þegar eftirspurn eftir sætum á lista er meiri en framboð sitja alltaf einhverjir eftir með sárt ennið sama hvaða aðferðum er beitt. Það hefur komið upp óánægja með fyrirkomulag og niðurstöðu í öllum flokkum þrátt fyrir að einhverjir hreyki sér af því að hafa valið lýðræðislegustu aðferðina sem oft á tíðum hefur í för með sér mikla smölun í flokka og veruleg fjárútlát fyrir frambjóðendur. Horft til framtíðar Nú er hins vegar komið að því að línur verði skerptar og kjósendur verði upplýstir um þau áhersluatriði sem flokkarnir standa fyrir. Það verður verkefnið fram að kosningum. Samfélagið stendur ekki vel eftir Covid-faraldurinn þar sem allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin fór í voru teknar að láni. Þær skuldir verða ekki greiddar með stöðugleikaframlagi „vogunarsjóða“ eins og gerðist eftir bankahrunið. Þessar skuldir þarf ríkissjóður, og þar af leiðandi almenningur, að greiða. Því er mikilvægt að við gerum eitthvað annað nú en við höfum hingað til gert. Eitthvað sem felur í breytingar til framtíðar sem leitt geta til aukinnar velferðar almennings og aukins stöðugleika. Miðað við framsetningu þeirrar ríkistjórnar sem nú situr virðist ekkert slíkt í kortunum. Talað er um þjóðhagsvarúðartæki sem hafa ekkert annað í för með sér en gjaldeyrishöft (til verndar krónunni) í takt við nýja tíma eins og fjármálaráðherra kallar það. Þá er einnig rætt um afkomubætandi aðgerðir sem eru fínni orð yfir skattahækkanir og niðurskurð. Ef við ætlum okkur að komast út úr endalausri hringrás þenslu og samdráttar sem leiðir alltaf til þess að almenningur þarf að axla byrðarnar, þá þurfum við að feta nýjar slóðir. Að láta úrtöluraddir, hræðsluáróður og sérhagsmuni ráða för á ekki að vera í boði. Tækifærið er núna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær. Eitt er þó víst að hvert sem fyrirkomulagið er þá er aldrei hægt að gera svo að öllum líki. Þegar eftirspurn eftir sætum á lista er meiri en framboð sitja alltaf einhverjir eftir með sárt ennið sama hvaða aðferðum er beitt. Það hefur komið upp óánægja með fyrirkomulag og niðurstöðu í öllum flokkum þrátt fyrir að einhverjir hreyki sér af því að hafa valið lýðræðislegustu aðferðina sem oft á tíðum hefur í för með sér mikla smölun í flokka og veruleg fjárútlát fyrir frambjóðendur. Horft til framtíðar Nú er hins vegar komið að því að línur verði skerptar og kjósendur verði upplýstir um þau áhersluatriði sem flokkarnir standa fyrir. Það verður verkefnið fram að kosningum. Samfélagið stendur ekki vel eftir Covid-faraldurinn þar sem allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin fór í voru teknar að láni. Þær skuldir verða ekki greiddar með stöðugleikaframlagi „vogunarsjóða“ eins og gerðist eftir bankahrunið. Þessar skuldir þarf ríkissjóður, og þar af leiðandi almenningur, að greiða. Því er mikilvægt að við gerum eitthvað annað nú en við höfum hingað til gert. Eitthvað sem felur í breytingar til framtíðar sem leitt geta til aukinnar velferðar almennings og aukins stöðugleika. Miðað við framsetningu þeirrar ríkistjórnar sem nú situr virðist ekkert slíkt í kortunum. Talað er um þjóðhagsvarúðartæki sem hafa ekkert annað í för með sér en gjaldeyrishöft (til verndar krónunni) í takt við nýja tíma eins og fjármálaráðherra kallar það. Þá er einnig rætt um afkomubætandi aðgerðir sem eru fínni orð yfir skattahækkanir og niðurskurð. Ef við ætlum okkur að komast út úr endalausri hringrás þenslu og samdráttar sem leiðir alltaf til þess að almenningur þarf að axla byrðarnar, þá þurfum við að feta nýjar slóðir. Að láta úrtöluraddir, hræðsluáróður og sérhagsmuni ráða för á ekki að vera í boði. Tækifærið er núna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun