Tækifæri til breytinga Guðbrandur Einarsson skrifar 29. júní 2021 07:00 Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær. Eitt er þó víst að hvert sem fyrirkomulagið er þá er aldrei hægt að gera svo að öllum líki. Þegar eftirspurn eftir sætum á lista er meiri en framboð sitja alltaf einhverjir eftir með sárt ennið sama hvaða aðferðum er beitt. Það hefur komið upp óánægja með fyrirkomulag og niðurstöðu í öllum flokkum þrátt fyrir að einhverjir hreyki sér af því að hafa valið lýðræðislegustu aðferðina sem oft á tíðum hefur í för með sér mikla smölun í flokka og veruleg fjárútlát fyrir frambjóðendur. Horft til framtíðar Nú er hins vegar komið að því að línur verði skerptar og kjósendur verði upplýstir um þau áhersluatriði sem flokkarnir standa fyrir. Það verður verkefnið fram að kosningum. Samfélagið stendur ekki vel eftir Covid-faraldurinn þar sem allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin fór í voru teknar að láni. Þær skuldir verða ekki greiddar með stöðugleikaframlagi „vogunarsjóða“ eins og gerðist eftir bankahrunið. Þessar skuldir þarf ríkissjóður, og þar af leiðandi almenningur, að greiða. Því er mikilvægt að við gerum eitthvað annað nú en við höfum hingað til gert. Eitthvað sem felur í breytingar til framtíðar sem leitt geta til aukinnar velferðar almennings og aukins stöðugleika. Miðað við framsetningu þeirrar ríkistjórnar sem nú situr virðist ekkert slíkt í kortunum. Talað er um þjóðhagsvarúðartæki sem hafa ekkert annað í för með sér en gjaldeyrishöft (til verndar krónunni) í takt við nýja tíma eins og fjármálaráðherra kallar það. Þá er einnig rætt um afkomubætandi aðgerðir sem eru fínni orð yfir skattahækkanir og niðurskurð. Ef við ætlum okkur að komast út úr endalausri hringrás þenslu og samdráttar sem leiðir alltaf til þess að almenningur þarf að axla byrðarnar, þá þurfum við að feta nýjar slóðir. Að láta úrtöluraddir, hræðsluáróður og sérhagsmuni ráða för á ekki að vera í boði. Tækifærið er núna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú lokið störfum þetta árið og þingmenn eru farnir á heimaslóð til þess að undirbúa kosningarnar í haust. Flestir flokkar hafa komið fram með lista með örfáum undantekningum þó. Mismunandi aðferðum hefur verið beitt við uppstillingu á lista og sitt sýnist hverjum um þær. Eitt er þó víst að hvert sem fyrirkomulagið er þá er aldrei hægt að gera svo að öllum líki. Þegar eftirspurn eftir sætum á lista er meiri en framboð sitja alltaf einhverjir eftir með sárt ennið sama hvaða aðferðum er beitt. Það hefur komið upp óánægja með fyrirkomulag og niðurstöðu í öllum flokkum þrátt fyrir að einhverjir hreyki sér af því að hafa valið lýðræðislegustu aðferðina sem oft á tíðum hefur í för með sér mikla smölun í flokka og veruleg fjárútlát fyrir frambjóðendur. Horft til framtíðar Nú er hins vegar komið að því að línur verði skerptar og kjósendur verði upplýstir um þau áhersluatriði sem flokkarnir standa fyrir. Það verður verkefnið fram að kosningum. Samfélagið stendur ekki vel eftir Covid-faraldurinn þar sem allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin fór í voru teknar að láni. Þær skuldir verða ekki greiddar með stöðugleikaframlagi „vogunarsjóða“ eins og gerðist eftir bankahrunið. Þessar skuldir þarf ríkissjóður, og þar af leiðandi almenningur, að greiða. Því er mikilvægt að við gerum eitthvað annað nú en við höfum hingað til gert. Eitthvað sem felur í breytingar til framtíðar sem leitt geta til aukinnar velferðar almennings og aukins stöðugleika. Miðað við framsetningu þeirrar ríkistjórnar sem nú situr virðist ekkert slíkt í kortunum. Talað er um þjóðhagsvarúðartæki sem hafa ekkert annað í för með sér en gjaldeyrishöft (til verndar krónunni) í takt við nýja tíma eins og fjármálaráðherra kallar það. Þá er einnig rætt um afkomubætandi aðgerðir sem eru fínni orð yfir skattahækkanir og niðurskurð. Ef við ætlum okkur að komast út úr endalausri hringrás þenslu og samdráttar sem leiðir alltaf til þess að almenningur þarf að axla byrðarnar, þá þurfum við að feta nýjar slóðir. Að láta úrtöluraddir, hræðsluáróður og sérhagsmuni ráða för á ekki að vera í boði. Tækifærið er núna. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun