Kona jaðarsetningar og forréttinda? Ellen Jacqueline Calmon skrifar 19. júní 2021 09:30 Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun