Húsnæðisvandinn Jón Pétursson og Brynjólfur Þorkell Brynjófsson skrifa 15. júní 2021 13:00 Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Húsnæðismál Jón Pétursson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun