Húsnæðisvandinn Jón Pétursson og Brynjólfur Þorkell Brynjófsson skrifa 15. júní 2021 13:00 Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Húsnæðismál Jón Pétursson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þróun byggðar og framtíðarsýn eru deildar meiningar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur mikil áhersla verið á að þétta byggð gjarnan með þeim rökum að lítið sé til af byggingalandi. Þetta á við í sumum sveitarfélögum eins og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Sé litið á höfuðborgarsvæðið í heild á þetta alls ekki við. Til þess að setja hlutina í samhengi, og án þess að ætlunin sé að gagnrýna þá er stunda golfíþróttina, er rétt að benda á að flatarmál golfvalla innan höfuðborgarsvæðisins er 50% meira en flatarmál Reykjavíkurflugvallar. Geldinganesið eitt og sér er 400 hektarar og nefna má að gríðarlegt landsvæði er óbyggt allt í kring um Úlfarsfell. Í dag er gjarnan miðað við að hægt sé að fara með byggð upp í 120 metra hæð yfir sjávarmál. Óbyggt land undir 120 metrum er að flatarmáli eftir sveitarfélögum: Garðabær 2286 ha, Kópavogsbær 299 ha, Mosfellsbær 3575 ha, Hafnarfjarðarkaupstaður 5221 ha, Seltjarnarneskaupstaður 60 ha, Reykjavíkurborg 6075 ha. Vitanlega er ekki hægt að byggja á öllu þessu landi fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Það er hins vegar ekki hægt að bera fyrir sig skorti á landi þegar færð eru rök fyrir nauðsyn þéttingar byggðar. Hvernig kemurðu fimm fílum inn í Volkswagen bjöllu? Svarið við brandaranum tveir fram í og þrír aftur í er absúrd en minnir óneitanlega á annan brandara. Hvernig kemurðu borgarlínu fyrir í Reykjavík? Svarið við þeirri spurningu er: þrengja að umferð, neyða borgara til að leggja bílum, byggja dýr háhýsi sem næst vegstæðinu sem einungis efnafólk getur keypt. Sé markmið borgarlínu að draga úr mengun mun það markmið nást með tækniframförum. Ætli menn sér að draga úr umferð með því að vega að athafnarfrelsi er það óþarfi, „vinna að heiman“ mun leysa umferðarvanda að miklu leyti í framtíðinni svo ekki sé minnst á ljósastýringar og hreyfanlegan vinnutíma. Hver græðir mest á borgarlínu? Einföld spurning en flókið svar. Borgarlína er verkefni sem skattborgarar þurfa að leggja til meðgjöf í ár eða áratugi eftir að framkvæmd lýkur. Sú meðgjöf er fyrir utan beinan og afleiddan kostnað við framkvæmdina sjálfa. Þeir sem komast á spenann og hanna og byggja línuna munu eflaust hagnast vel. Vel að merkja er ekkert að því að menn græði það er hins vegar mest um vert að þeir sem borga brúsann af risaframkvæmd hafi eitthvað um hlutina það að segja. Það eru landsmenn allir. Hverjir tapa? Flókið svar en í einföldustu mynd tapa þeir sem eru að berjast við að koma yfir sig þaki. Ástæðan er í grunninn einföld. Skipulagsvaldið er hjá sveitarfélögum, en skipulagsvald sem hefur það að markmiði að bjóða lítið land til bygginga, hefur mest áhrif á verð lóða og þar með húsnæðis. Húsnæði á skipulögðum þéttingasvæðum verður dýrt. Lögmálið um framboð og eftirspurn þekkja flestir. Með því að skapa umfram framboð lækkar verð. Verð á íbúðarhúsnæði og framboð hefur áhrif á leiguverð. Má þétta byggð? Að sjálfsögðu. Það er hins vegar nauðsynlegt að gera fleira. Það verður að vera til nægjanlegt byggingarland undir hagkvæmar íbúðir. Einstaklingum þarf að standa til boða að geta byggt. Þeir sem vilja búa þétt og borga okurverð fyrir eignir þar mega hafa það val. Unga fólkið þar hins vegar að geta keypt eða leigt húsnæði á eðlilegu verði. Girðið ykkur í brók! Borgarmeirihluti Reykjavíkur og nágrannasveitafélögin eru ekki að þjóna hagsmunum íbúa. Allt of litlu landi er úthlutað. Draumsýn um að byggja borgarlínu með háhýsahverfum í kring um hana þjónar ekki hagsmunum ungs fólks og tekjulágra. Afleiðingarnar eru þær að ungt og efnaminna fólk flýr í auknum mæli af höfuðborgarsvæðinu. Jón Pétursson er fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson formaður Miðflokksdeildar Kópavogs.
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar