Refsistríðið: Þegar stjórnvöld bregðast Baldur Karl Magnússon skrifar 12. júní 2021 09:00 Þessi grein er þriðja í röð þriggja um tilraunir til afglæpavæðingar vímuefna á Íslandi. Fyrstu greinina má lesa hér og aðra greinina hér. Atkvæðagreiðslan um afglæpavæðingarfrumvarp Halldóru Mogensen fór fram aðfararnótt þriðjudagsins 30. júní 2020. Strax á föstudeginum 26. júní var vitað að málið færi á dagskrá þingfundar eftir helgi. Þegar það lá fyrir fóru margir af stað til að biðla til þingmanna um að samþykkja málið. Unnar Þór Sæmundsson, virkur Pírati sem glímdi á árum áður við fíkn, skrifaði áhrifaríkan pistil á samfélagsmiðla þar sem hann minntist vinar síns, Alberts Ísleifssonar, sem lést þann 9. júlí 2019, 27 ára gamall, vegna ofneyslu vímuefna. Fjölmargir rituðu pistla um málið og sumir hringdu jafnvel í þingmenn meirihlutans í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það þurfti því varla að undra að mikil reiðialda fylgdi í kjölfar þess að meirihlutinn felldi málið. Í Fréttablaðinu 30. júní birtist frétt sem bar titilinn „Spennuþrungnar atkvæðagreiðslur í þinginu í gær„: “Þingheimur var í óða önn að ljúka afgreiðslu síðustu þingmála vorþingsins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þótt sjaldan ríki sérstök spenna um afgreiðslu þingmála var óvissa í loftinu í gær um afdrif þingmannafrumvarps Pírata um afnám refsinga við vörslu neysluskammta. Ekki var ljóst hvernig þingmenn hygðust greiða atkvæði um málið en skiptar skoðanir hafa verið um stefnu í fíkniefnamálum þvert á flokka.“ Morgunblaðið birti eftirfarandi í blaði sínu 1. júlí: „Meðal mála sem ekki náðu fram að ganga var frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Vakti umrætt mál athygli í ljósi þess að málið er á stefnuskrá Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.“ Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem sinnir jaðarsettum einstaklingum sem nota vímuefni í æð, skrifaði pistil næsta dag um það að frumvarpið hafi verið fellt og að hún þyrfti því að mæta til vinnu og tilkynna skjólstæðingum sínum að þeir væru enn glæpamenn í augum ríkisins: „Glæpamenn fyrir það að hafa lent í alvarlegum áföllum og ánetjast vímuefnum í kjölfarið til þess að lifa af. Þegar það gerist lokar samfélagið öllum dyrum fyrir þeim, hleypir þeim hvergi að, gerir þau heimilislaus, handtekur þau og fangelsar. Þau þurfa að fjármagna neyslu sína á ólöglegan hátt sem veldur skaða fyrir þau og samfélag. Engin mannúð og þessi bann- og refsistefna hefur ekki sýnt neinn árangur, þvert á móti hafa dauðsföll vegna ofskammtana sjaldan verið hærri en nú. Þegar ég tek þetta allt saman stenst ekkert af þessu sem ég, hjúkrunarfræðingur, hef lært um heilbrigðisþjónustu eða réttindi skjólstæðinga. Ég fylgist daglega með skjólstæðingum mínum þrauka í gegnum þetta líf og þessa stefnu og hef fylgst með sumum þeirra láta lífið eða enda það. Ég hef fylgst með fjölskyldum þeirra og örvæntingu þeirra vegna úrræðisleysis.“ Færslu Elísabetar, sem náði svo vel að fanga upplifun og viðbrögð almennings við atkvæðagreiðslunni á þingi, var deilt 753 sinnum. Allur sá þrýstingur sem almenningur hafði sett á þingið skilaði sér í því að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sáu sér ekki annað fært en að fullyrða að þau vildu jú raunverulega afglæpavæða, bara ekki með frumvarpi Pírata. Í viðtölum og greinum í kjölfar atkvæðagreiðslunnar reyndu þau af veikum mætti að benda á alla meintu gallana sem hefðu verið á frumvarpinu og lofa því að frá þeim myndi bráðum koma nýtt og betra frumvarp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir svaraði gagnrýni þeirra í aðsendri grein þann 5. júlí þar sem hún svaraði lið fyrir lið öllum efnislegum athugasemdum sem gerðar höfðu verið við frumvarpið. Frumvarpið sem stjórnarmeirihlutinn lofaði átti enda eftir að líta dagsins ljós tæpu ári síðar, í nær óbreyttri mynd frá útgáfunni sem var til afgreiðslu í júní 2020. Að frumkvæði ráðherra Haustið 2020 hóf heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að undirbúa nýtt frumvarp um afglæpavæðingu og var það sett í þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing 2020–2021. Unnið var að drögum málsins og í janúar 2021 voru birt í samráðsgátt áform um lagasetningu, sem er nokkurs konar fyrirboði um frumvarp. Frumvarpið sjálft var svo birt til samráðs í febrúar, og stefnt að framlagningu þess fyrir hefðbundinn frest til framlagningar þingmála á vorþingi, 31. mars. Það yrði enda síðasti möguleiki kjörtímabilsins til að koma slíku frumvarpi til afgreiðslu þingsins áður en við tækju alþingiskosningar haustsins. Sá athyglisverði viðsnúningur varð þegar frumvarp heilbrigðisráðherra var kynnt að afstaða embættis landlæknis fór úr því að vera í meginatriðum gegn því að afglæpavæða neysluskammta í það að vilja afglæpavæða. Í umsögn embættisins sagði: „Enginn vafi leikur á því að málefni einstaklinga sem glíma við erfiðleika sökum neyslu eða misnotkunar vímuefna ber að nálgast fyrst og fremst sem heilbrigðisvanda,“ og tók undir áherslur í frumvarpinu. Málið var svo lagt fram á síðasta degi fyrir frestinn og var dreift á Alþingi eftir páskahlé. Málið varð að endingu mjög svipað því máli sem fellt var í lok vorþingsins árið áður. Sjálf skilgreiningin á því hvað teldist refsivert var sú sama, fyrir utan að heilbrigðisráðherra bætti aftur inn ákvæðinu um að kaup skyldu refsilaus til viðbótar við vörslu. Þá var bætt við ákvæði um notendasamráð við skilgreiningu neysluskammta og fellt út ákvæði um starfshóp til að meta áhrif lagasetningarinnar. Svo var auðvitað rituð ný greinargerð, enda eru talsvert meiri formkröfur til greinargerða stjórnarfrumvarpa heldur en þeirra sem koma frá óbreyttum þingmönnum. Að öðru leyti voru málin alveg eins. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram þann 12. apríl 2021 og stóð í þrjá tíma. Andstaða við frumvarpið var orðin talsvert minni en við allar fyrri atrennur, en einungis Miðflokkurinn tók til máls gegn frumvarpinu. Eftir því sem leið á vorið tók róðurinn þó að þyngjast. Fulltrúar löggæsluyfirvalda sendu Alþingi neikvæðar umsagnir og afstaða embættis landlæknis varð af einhverjum ástæðum neikvæðari í umsögn til Alþingis en í umsögn samráðsgáttarinnar þar sem nú var sérstaklega tekið fram að embættið styddi ekki frumvarpið í núverandi mynd. Margar af umsögnunum kvörtuðu yfir samráðsskorti og skort á stefnumótun varðandi skaðaminnkun. Þær athugasemdir voru að einhverju leyti réttmætar, en ljóst var að nokkuð hafði skort á samráði við gerð frumvarpsins og þörf var á aukinni skaðaminnkandi stefnumótun til framtíðar. Svarið við þessum áhyggjum hefði auðvitað verið að fresta gildistöku frumvarpsins, t.d. til loka árs 2022 og vinna að stefnumótun í góðu samráði allra á meðan. Það hefði ekki þurft nema einfalda breytingu á gildistökuákvæðinu og þá hefði verið hægt að afgreiða frumvarpið úr nefnd. Staðan í dag, þegar fáeinir dagar eru eftir af síðasta löggjafarþingi kjörtímabilsins er hins vegar sú að frumvarpið er fast inn í nefnd og ríkisstjórnarflokkarnir neita að afgreiða það út. Eins og þingflokksformaður Sjálfsætðisflokksins útskýrði það: „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um“. Það eru sorgleg endalok, rétt um ári eftir að fulltrúar frá öllum flokkum meirihlutans, þ.m.t. ráðherra dómsmála, lofuðu því að þau skyldu vinna betra frumvarp (sem kom svo í ljós að var efnislega samhljóða frumvarpi Pírata) og að þau ætluðu að hætta að refsa vímuefnaneytendum. Samstaðan um heilsu og velferð fíkla, skaðaminnkun og afnám refsinga gagnvart veiku fólki var að lokum ekki meira virði en svo að hægt var að fórna henni því það þótti of óþægilegt pólitískt séð að afgreiða umdeilt mál á kosningaári. „Kjarni fíknarinnar felst ekki í því hvað þú innbyrðir eða sprautar – hann er í sársaukanum sem þú upplifir innra með þér. Samt höfum við byggt upp kerfi sem snýst um að stöðva fíkla með því að valda þeim meiri sársauka. Ef ég þyrfti að hanna kerfi sem hefði þann tilgang að halda fólki í fíkn, þá myndi ég hanna nákvæmlega það kerfi sem við búum við núna“ - Johann Hari, Chasing the Scream (þýðing greinahöfundar) Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Baldur Karl Magnússon Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Þessi grein er þriðja í röð þriggja um tilraunir til afglæpavæðingar vímuefna á Íslandi. Fyrstu greinina má lesa hér og aðra greinina hér. Atkvæðagreiðslan um afglæpavæðingarfrumvarp Halldóru Mogensen fór fram aðfararnótt þriðjudagsins 30. júní 2020. Strax á föstudeginum 26. júní var vitað að málið færi á dagskrá þingfundar eftir helgi. Þegar það lá fyrir fóru margir af stað til að biðla til þingmanna um að samþykkja málið. Unnar Þór Sæmundsson, virkur Pírati sem glímdi á árum áður við fíkn, skrifaði áhrifaríkan pistil á samfélagsmiðla þar sem hann minntist vinar síns, Alberts Ísleifssonar, sem lést þann 9. júlí 2019, 27 ára gamall, vegna ofneyslu vímuefna. Fjölmargir rituðu pistla um málið og sumir hringdu jafnvel í þingmenn meirihlutans í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það þurfti því varla að undra að mikil reiðialda fylgdi í kjölfar þess að meirihlutinn felldi málið. Í Fréttablaðinu 30. júní birtist frétt sem bar titilinn „Spennuþrungnar atkvæðagreiðslur í þinginu í gær„: “Þingheimur var í óða önn að ljúka afgreiðslu síðustu þingmála vorþingsins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þótt sjaldan ríki sérstök spenna um afgreiðslu þingmála var óvissa í loftinu í gær um afdrif þingmannafrumvarps Pírata um afnám refsinga við vörslu neysluskammta. Ekki var ljóst hvernig þingmenn hygðust greiða atkvæði um málið en skiptar skoðanir hafa verið um stefnu í fíkniefnamálum þvert á flokka.“ Morgunblaðið birti eftirfarandi í blaði sínu 1. júlí: „Meðal mála sem ekki náðu fram að ganga var frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Vakti umrætt mál athygli í ljósi þess að málið er á stefnuskrá Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.“ Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem sinnir jaðarsettum einstaklingum sem nota vímuefni í æð, skrifaði pistil næsta dag um það að frumvarpið hafi verið fellt og að hún þyrfti því að mæta til vinnu og tilkynna skjólstæðingum sínum að þeir væru enn glæpamenn í augum ríkisins: „Glæpamenn fyrir það að hafa lent í alvarlegum áföllum og ánetjast vímuefnum í kjölfarið til þess að lifa af. Þegar það gerist lokar samfélagið öllum dyrum fyrir þeim, hleypir þeim hvergi að, gerir þau heimilislaus, handtekur þau og fangelsar. Þau þurfa að fjármagna neyslu sína á ólöglegan hátt sem veldur skaða fyrir þau og samfélag. Engin mannúð og þessi bann- og refsistefna hefur ekki sýnt neinn árangur, þvert á móti hafa dauðsföll vegna ofskammtana sjaldan verið hærri en nú. Þegar ég tek þetta allt saman stenst ekkert af þessu sem ég, hjúkrunarfræðingur, hef lært um heilbrigðisþjónustu eða réttindi skjólstæðinga. Ég fylgist daglega með skjólstæðingum mínum þrauka í gegnum þetta líf og þessa stefnu og hef fylgst með sumum þeirra láta lífið eða enda það. Ég hef fylgst með fjölskyldum þeirra og örvæntingu þeirra vegna úrræðisleysis.“ Færslu Elísabetar, sem náði svo vel að fanga upplifun og viðbrögð almennings við atkvæðagreiðslunni á þingi, var deilt 753 sinnum. Allur sá þrýstingur sem almenningur hafði sett á þingið skilaði sér í því að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sáu sér ekki annað fært en að fullyrða að þau vildu jú raunverulega afglæpavæða, bara ekki með frumvarpi Pírata. Í viðtölum og greinum í kjölfar atkvæðagreiðslunnar reyndu þau af veikum mætti að benda á alla meintu gallana sem hefðu verið á frumvarpinu og lofa því að frá þeim myndi bráðum koma nýtt og betra frumvarp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir svaraði gagnrýni þeirra í aðsendri grein þann 5. júlí þar sem hún svaraði lið fyrir lið öllum efnislegum athugasemdum sem gerðar höfðu verið við frumvarpið. Frumvarpið sem stjórnarmeirihlutinn lofaði átti enda eftir að líta dagsins ljós tæpu ári síðar, í nær óbreyttri mynd frá útgáfunni sem var til afgreiðslu í júní 2020. Að frumkvæði ráðherra Haustið 2020 hóf heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að undirbúa nýtt frumvarp um afglæpavæðingu og var það sett í þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing 2020–2021. Unnið var að drögum málsins og í janúar 2021 voru birt í samráðsgátt áform um lagasetningu, sem er nokkurs konar fyrirboði um frumvarp. Frumvarpið sjálft var svo birt til samráðs í febrúar, og stefnt að framlagningu þess fyrir hefðbundinn frest til framlagningar þingmála á vorþingi, 31. mars. Það yrði enda síðasti möguleiki kjörtímabilsins til að koma slíku frumvarpi til afgreiðslu þingsins áður en við tækju alþingiskosningar haustsins. Sá athyglisverði viðsnúningur varð þegar frumvarp heilbrigðisráðherra var kynnt að afstaða embættis landlæknis fór úr því að vera í meginatriðum gegn því að afglæpavæða neysluskammta í það að vilja afglæpavæða. Í umsögn embættisins sagði: „Enginn vafi leikur á því að málefni einstaklinga sem glíma við erfiðleika sökum neyslu eða misnotkunar vímuefna ber að nálgast fyrst og fremst sem heilbrigðisvanda,“ og tók undir áherslur í frumvarpinu. Málið var svo lagt fram á síðasta degi fyrir frestinn og var dreift á Alþingi eftir páskahlé. Málið varð að endingu mjög svipað því máli sem fellt var í lok vorþingsins árið áður. Sjálf skilgreiningin á því hvað teldist refsivert var sú sama, fyrir utan að heilbrigðisráðherra bætti aftur inn ákvæðinu um að kaup skyldu refsilaus til viðbótar við vörslu. Þá var bætt við ákvæði um notendasamráð við skilgreiningu neysluskammta og fellt út ákvæði um starfshóp til að meta áhrif lagasetningarinnar. Svo var auðvitað rituð ný greinargerð, enda eru talsvert meiri formkröfur til greinargerða stjórnarfrumvarpa heldur en þeirra sem koma frá óbreyttum þingmönnum. Að öðru leyti voru málin alveg eins. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram þann 12. apríl 2021 og stóð í þrjá tíma. Andstaða við frumvarpið var orðin talsvert minni en við allar fyrri atrennur, en einungis Miðflokkurinn tók til máls gegn frumvarpinu. Eftir því sem leið á vorið tók róðurinn þó að þyngjast. Fulltrúar löggæsluyfirvalda sendu Alþingi neikvæðar umsagnir og afstaða embættis landlæknis varð af einhverjum ástæðum neikvæðari í umsögn til Alþingis en í umsögn samráðsgáttarinnar þar sem nú var sérstaklega tekið fram að embættið styddi ekki frumvarpið í núverandi mynd. Margar af umsögnunum kvörtuðu yfir samráðsskorti og skort á stefnumótun varðandi skaðaminnkun. Þær athugasemdir voru að einhverju leyti réttmætar, en ljóst var að nokkuð hafði skort á samráði við gerð frumvarpsins og þörf var á aukinni skaðaminnkandi stefnumótun til framtíðar. Svarið við þessum áhyggjum hefði auðvitað verið að fresta gildistöku frumvarpsins, t.d. til loka árs 2022 og vinna að stefnumótun í góðu samráði allra á meðan. Það hefði ekki þurft nema einfalda breytingu á gildistökuákvæðinu og þá hefði verið hægt að afgreiða frumvarpið úr nefnd. Staðan í dag, þegar fáeinir dagar eru eftir af síðasta löggjafarþingi kjörtímabilsins er hins vegar sú að frumvarpið er fast inn í nefnd og ríkisstjórnarflokkarnir neita að afgreiða það út. Eins og þingflokksformaður Sjálfsætðisflokksins útskýrði það: „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um“. Það eru sorgleg endalok, rétt um ári eftir að fulltrúar frá öllum flokkum meirihlutans, þ.m.t. ráðherra dómsmála, lofuðu því að þau skyldu vinna betra frumvarp (sem kom svo í ljós að var efnislega samhljóða frumvarpi Pírata) og að þau ætluðu að hætta að refsa vímuefnaneytendum. Samstaðan um heilsu og velferð fíkla, skaðaminnkun og afnám refsinga gagnvart veiku fólki var að lokum ekki meira virði en svo að hægt var að fórna henni því það þótti of óþægilegt pólitískt séð að afgreiða umdeilt mál á kosningaári. „Kjarni fíknarinnar felst ekki í því hvað þú innbyrðir eða sprautar – hann er í sársaukanum sem þú upplifir innra með þér. Samt höfum við byggt upp kerfi sem snýst um að stöðva fíkla með því að valda þeim meiri sársauka. Ef ég þyrfti að hanna kerfi sem hefði þann tilgang að halda fólki í fíkn, þá myndi ég hanna nákvæmlega það kerfi sem við búum við núna“ - Johann Hari, Chasing the Scream (þýðing greinahöfundar) Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Pírata.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun